Jersey Boys í bíó

15 Ágú

jersey_boys_premiere_a_l
Ég hef lengi verið í fílingi fyrir falsettopoppi Frankie Valli & The Four Seasons. Jafnvel svo mikið að ég íhugaði að sjá söngleikinn Jersey Boys í New York. Nú hefur Clint Eastwood sparað mér ómakið og gert mynd upp úr söngleiknum sem ég sá í gær í Sambíó, Kringlunni. Þar er eitt óþolandi, að maður verði í miðasölunni að velja sér sæti til að sitja í. Plís, má maður bara ekki sitja þar sem manni sýnist eins og í öllum öðrum bíóhúsum?

En allavega, ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Allt rennur smurt hjá Clintaranum, leikur og söngur frábær og allt lúkkar sem milljón bökks. Þessir strákar voru smákrimmar í mafíufíling fiftís/sixtís og sérstaklega er gítarleikarinn Tommy DeVito slísí gaur og áhrifavaldur á ferilinn. Auðvitað er sannleikanum og sögulegum staðreyndum riðlað til og frá til að fá betri mynd og betri sögu en þarna kynnist maður lífshlaupi þessara gaura og sér hvar lagahöfundurinn Bob Gaudio og upptökustjórinn Bob Crewe koma sterkir inn. Ágætis mynd sem ég mæli með, sérstaklega ef fólk er hrifið af bíópics um poppara. 

Á meðan smellir eins og Sherry, Big Girls Don’t Cry og Can’t Take My Eyes Off You sturla sem fyrr, er vert að benda á plötuna The Genuine Imitation Life Gazette, sem kom út 1969 eftir að Sgt. Peppers Bítlanna hafði bylt landslaginu. Þá fóru þessir strákar út fyrir þægindarammann og gerðu „erfiða“ plötu með haugdjúpum pælingum. Þetta seldist auðvitað ekki rassgat en varð síðar költ klassík.

The Wonder Who? var nafn sem bandið notaði á fjórum smáskífum, m.a. til að kóvera Don’t Think Twice Bob Dylans. Þeirra útgáfa er alveg eins og útgáfan með Grýlunum, sem var nokkuð áfall fyrir mig þegar ég komst að því vegna þess að ég hélt alltaf að Grýlurnar hefðu verið svona frumlegar. (Þetta minnkar þó ekki álit mitt á Grýlunum, sem voru geðveikt góðar).

Allir á Jersey Boys! (3 stjörnur af 4)
4-seasons-hits-medley-on-broadway-tonight-7-22-1964-113

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: