Svartnættið á bakvið ærslin

13 Ágú

robin500
Maður verður alltaf jafn hissa þegar einhver deyr sem maður á ekki von á að sé á útleið. Ég man hvar ég var þegar ég heyrði um andlát George Harrison (NYC), Michael Jackson (Akureyri), en ég var nú bara heima í tölvunni þegar ég las á Facebook að Robin Williams hefði tékkað sig út. Maður hafði svo sem aldrei pælt mikið í þessum mistæka leikara (þ.e.a.s. myndirnar sem hann lék í voru misgóðar), og í því að á bakvið allan ærslaganginn væri svartnætti.

Grín og Poddkast-maðurinn Marc Maron er mikill meistari sem hefur tekið fjölmörg áhugaverð og öðruvísi viðtöl við allskonar skapandi fólk í gegnum árin. Þetta má hlusta á á www.wtfpod.com, t.d. viðtöl við Nick Cave, Iggy Pop, Leonard Maltin og Lena Dunham. Mjög gott stöff. Eftir sviplegt brotthvarf Robins setti Marc gamalt viðtal við Robin á netið. Þeir sem vilja minnast hans er bent á það. Þar kemur hann til dyranna eins og hann er klæddur (eins og sagt er).

Eitt svar til “Svartnættið á bakvið ærslin”

  1. Gauti ágúst 13, 2014 kl. 9:28 e.h. #

    Athyglisvert viðtal. Í þessu minningaflóði síðustu daga er mikið talað um Patch Adams, Aladdin og álíka drullu en lítið minnst á myndirnar sem breikkuðu persónugalleríið hjá kallinum (One Hour Photo, Insomnia, Awakenings). Hann átti líka sterka (en furðu lágstemmda) innkomu í uppistandsnördamyndinni Aristocrats.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: