Á Suðurfjörðunum

30 Júl

Fórum „hina leiðina“ vestur. Sem sé ekki malbikuðu leiðina út Ísafjarðardjúp heldur hina fáfarnari Suðurfjarðarleið. Ýmislegt skemmtilegt er þar að hafa.

Við Flókalund er Hellulaug, heit náttúrulaug í fjörunni. Kósí en mætti vera heitari. Þar ofan í hitti ég sömu Þjóðverjana þrjá og ég hafði hitt í Fosslaug í Skagafirði. Rauðasandur er töff. Vöfruðum þar aðeins um og tékkuðum á stálskipinu sem er strand. Það er reyndar ekki strand á Rauðasandi, heldur hinum megin.

2014-07-28 18.01.51
Patreksfjörður er næsari. Gistum í hinu glæsilega Ráðagerði hostel (19.000 f/ 4). Kaffi í Stúkuhúsinu og matur í Heimsenda. Þar sýndist með Díana Ómel ráða ríkjum. Matseðillinn er breytilegur en við fengum steinbítskjálka (3.600 kr) og Lamba-fillet (4.600 kr). Hvort tveggja mjög fínt og þetta er mjög viðkunnalegur staður (3 stjörnur).

2014-07-28 21.06.47
Til Tálknafjarðar hef ég líklega aldrei komið áður. Þar fyrir utan bæinn er „Pollurinn“, þrír heitir og ókeypis pottar með hráu skiptihúsi og sturtu. Stærsti potturinn var svo funheitur að við gátum ekki notað hann, en hinir tveir voru meira en brúklegir.

2014-07-29 12.17.23
Þræl-tjillaður fór maður í Café Dunhaga á Tálknafirði í „Bestu fiskisúpu á Vestfjörðum“ (1.490 kr) eins og staðurinn fullyrðir. Hún var mjög góð en ég hef alveg fengið betri súpur (3 stjörnur). Café Dunhagi er mjög góður staður sem ég mæli með.

Á Bíldudal þræddum við Skrímslasetrið (1.000 kr f/ yfir 10 ára) sem er mjög gott safn og skemmtilegt. Hið stórfenglega safn Melódíur minningana var ekki heimsótt að þessu sinni en við skröltum út í Selárdal til að skoða verk Samúels Jónssonar. Þar er uppbygging í gangi á húsinu hans sem á að vera aðstaða fyrir lista/fræði-menn og búð. Alltaf frábært að koma þarna.

2014-07-29 15.52.24
Á leiðinni inn skagann til Selárdals er Hvestudalur sem hefur upp á að bjóða rauða sandströnd og glæsilegt útsýni yfir Arnarfjörðinn. Þar vildu einhverjir bandbrjálaðir „athafnamenn“ koma á fót eldspúandi olíuhreinsunarstöð fyrir rússnesku mafíuna eða eitthvað álíka. Gjörsamlega sturlaðar hugmyndir sem voru sem betur fer kæfðar í fæðingu. Þarna rákumst við á Þröst Leó sem stundar nú sjóinn og hefur gefist upp á leikhúsinu af því launin eru svo léleg.

Frá Bíldudal til Þingeyrar er ferlegur malarvegur en alveg til Bíldudals er alveg þokkalegur vegur. Ég held að meirihlutinn af fólkinu sem við sáum hafi verið útlendingar á bílaleigubílum, en þó mæli ég með þessum Suðurfjörðum fyrir alla sem vilja upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt, hrikalega náttúrufegurð, heita frípotta, skemmtileg söfn og góðan mat.

 

3 svör to “Á Suðurfjörðunum”

 1. Óskar P. Einarsson júlí 30, 2014 kl. 2:31 e.h. #

  Ég tók Baldur um árið og slapp því við þessa helluðu Barðaströnd (þið væntanlega líka?). Ég hélt að Díana Ómel væri frá Grenivík…hitti hana og fleiri snillinga á Þjóðhátíð fyrir MÖRGUM árum, topplið! Keyrði einu sinni Bíldudal-Þingeyri í rigningu og allir gluggar bílsins urðu SVARTIR af drullu.

 2. Guðni Ólafsson júlí 31, 2014 kl. 4:39 e.h. #

  Þetta eru flottir firðir, Suðurfirðirnir, ég tek undir það, og maturinn á Dunhaga var flottur. Fékk reyndar steinbít, sem mér fannst viðeigandi á þessum stað. Vegirnir eru líka flottir, sérstaklega þegar brýnnar yfir firðina eru að komast í gagnið.

  • drgunni ágúst 1, 2014 kl. 7:33 f.h. #

   Vegirnir eru ennþá hörmung frá Bíldudal til Þingeyrar en það hlýtur að verða lagað á endanum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: