Horfnir áfangastaðir

20 Júl

eden
Fór í bíltúr til Selfoss í gær. Í sæmilegum nytjamarkaði fann ég þetta póstkort af Eden (50 kr). Fyrir á ég póstkort af Staðargamla (þeim gamla). Kannski má því segja að ég eigi „safn“ af póstkortum af horfnum áfangastöðum á landsbyggðinni.

Stadarskali
Bestir þóttu mér spilakassarnir í kjallara Staðarskála, pinball og allskonar fínerí. Víðsvegar voru svo spilakassar Rauða krossins sem reyndu á puttafimi notenda. Hér má rifja upp gamla takta og spila í svona kassa onlæn.

Margt annað er horfið. Botnsskáli og Essoskálinn í Hvalfirði hurfu þegar göngin opnuðu en Ferstikla stendur enn vaktina. Hvalfjörðurinn er okkar Route 66. Brú í Hrútafirði tók upp á því að gufa upp einn daginn. Svo snyrtilega var gengið frá að við föttum aldrei hvar staðurinn var þegar við keyrum framhjá.

fornihvammur
Fornihvammur er staður sem mig rámar í á Holtavörðuheiði. Þar er flest horfið. Ætli það sé virkilega ekki markaðurinn fyrir nýja og spennandi áfangastaði við þjóðveg 1? N1-sjoppurnar drepa náttúrlega alla úr leiðindum.

 

2 svör to “Horfnir áfangastaðir”

  1. Björn Friðgeir júlí 20, 2014 kl. 8:41 f.h. #

    Sæll Doktor!

    Við vorum búnir að ræða þetta með þessa „Fornahvamms“ auglýsingu.

    Sjá hér: http://this.is/drgunni/gerast0610.html þar sem með því að leita að ‘Fornahvamm’ í síðunni og finnið bæði alvöru Fornahvamms auglýsingu og líka þessa sem reynir að halda því fram að Hvollinn sé Fornihvammur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: