Úldið (Myglað) í Nóatúni

18 Júl

2014-07-18 12.42.39
Ég er svaka sólginn í svona kleinuhringja-ferskjur (eða hvað þetta heitir). Þetta er árstíðarbundin vara eins og kirsuberin (annað uppáhald) og bara til í 1-2 mánuði á sumrin. Framvegis mun ég þó muna að kaupa þetta ekki í forpökkuðum umbúðum heldur þukla hvern ávöxt í lausu. Það er fáránlega svekkjandi eftir að hafa étið 2 ferskur (sem voru frekar vondar) að restin sé orðin svona daginn eftir að maður kaupir þetta. Nóatún bauð upp á þennan viðbjóð. Líklega best að hætta bara að eiga viðskipti við Nóatún – rándýr búð og léleg.

6 svör to “Úldið (Myglað) í Nóatúni”

 1. Marley júlí 18, 2014 kl. 1:16 e.h. #

  Úldið? Nei, gamli minn. Þetta er myglað.

  • drgunni júlí 18, 2014 kl. 5:47 e.h. #

   Þú ert myglað!

 2. Skúli Sæland júlí 18, 2014 kl. 1:32 e.h. #

  Reblogged this on Menningarmiðlun ehf. and commented:
  Svona gerist of oft hver sem verslunin er – og á náttúrulega ekki að líðast.

 3. Anna Margrét Ólafsdottir júlí 18, 2014 kl. 5:26 e.h. #

  þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér líka og ég keypti svona pakka í Nóatúni um daginn og tók með mér í bústað. Það er skemmst frá því að segja að helmingurinn var myglaður. Venjulega kaupi ég þetta í Víði því þar er hægt að kaupa þessar ferskjur í lausu og mun ég halda mig við það héðan í frá.

  • drgunni júlí 18, 2014 kl. 5:48 e.h. #

   Einmitt – Versla þetta hér eftir í Víði!

 4. Ágúst júlí 19, 2014 kl. 10:56 f.h. #

  Úldið? Myglað, já. Skemmdir ávextir eru rotnir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: