Sparimerkjasvindl

10 Júl

makethumbdetails
Þegar ég byrjaði að vinna (í unglingavinnunni) líklega 1980 og svo næsta áratuginn þar á eftir, tók hið opinbera af mér 15% af launum í svokallaðan skildusparnað (og náttúrlega skatt líka o.s.frv.) Í upphafi fengu vinnuþrælar sparimerki sem þeir límdu í bók, en ég man ekki eftir að hafa fengið svona merki og því var þetta líklega aflagt fyrir mína tíð.

Svona hafði Ríkið vit fyrir ungmennum og maður fékk ekki uppsafnaðan skildusparnað fyrr en maður varð 26 ára, þá líklega til að kaupa sér hús. Nokkrar undantekningar voru gerðar á þessari reglu og nánast allir sem ég þekki stóðu í svindli til að ná skilusparnaðinum sínum út. Ég veit ekki um einn einasta sem fékk fúlgu þegar hann varð 26 ára, enda var þetta sparimerkjarugl aflagt 1993.

Auðveldast var að ná aurnum út ef maður var í skóla. Dugði þá að mæta með vottorð þar að lútandi. Ef maður keypti hús gat maður fengið aurinn út. Þetta er fyrnt núna svo ég get sagt frá þessu: Einu sinni falsaði ég kaupsamning á íbúð í Grindavík og náði einhverri fúlgu út skjálfandi á beinunum fyrir framan einhverja stranga konu á skrifsstofu út í bæ. Ég skil eiginlega ekki hvernig ég gat verið svona kræfur. Svo fór peningurinn auðvitað allur í fyllirí og rugl.

Ef maður gifti sig gat maður líka fengið skildusparnaðinn borgaðan. Mikið var stundað af „sparimerkjagiftingum„, þ.e. fólk gifti sig til þess eins að ná skildusparnaðinum sínum út. Þetta kom auðvitað aldrei til greina fyrir mig því ég var svo mikill lúði og þekkti engar stelpur og hafði litla reynslu af þeim.

Hugsa sér ef frjálslyndið í gamla daga hefði verið jafn mikið og núna:  Þá hefði ég bara getað gifst einhverjum vina minna, kannski Steini, Trausta, Grími Atlasyni eða Bigga Baldurs, og náð fúlgunum út. Svona hefur nú samfélagið breyst til batnaðar!

3 svör to “Sparimerkjasvindl”

 1. Fjolnir Baldursson júlí 10, 2014 kl. 5:22 e.h. #

  Það var líka hægt með að skrá lögheimilið erlendis og það tók bara 10 min að fara á hagstofuna og skrá lögheimilið svo fara að ná í peninginn.

  • drgunni júlí 11, 2014 kl. 5:58 f.h. #

   Ekki fattaði ég það… Jæja, of seint!

 2. Kristinn J júlí 11, 2014 kl. 3:44 e.h. #

  Svo var það kartöflu-stimpillinn góði, fattaðir þú það aldrei dr. gunni ? Það var lang-einfaldasta leiðið til þess að bjarga fé og leysa út sparimerkinn. Sparimerkinn voru í reynd þjófnaður í hábjörtu í gegnum verðtrygginga báls leiðinna góðu., Island best…..

  Munurinn er bara að nú er stolið af öllum. „þökk“ sér séríslensku verðtryggingunni. Þetta vissi Hannibal Valdimarsson og co allt saman þá,, og Móri hin mikli í s.l. stjórn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: