Eitt samviskubit í viðbót

9 Júl

UKI3y2i
Það er ekki tekið út með sældinni að vera vestræn neyslugylta. Eina leiðin til að stökkva á neyslu-hamstrahjólið er að hugsa ekkert út í það þegar þú byrjar að hlaupa. Annað hvort það, eða sleppa því að vera vestræn neyslugylta. Ég meina, þú ert ekki að hugsa út í það að kjúklingabitinn sem þú ert að slafra í þig var einu sinni lifandi hæna í alltof litlu og illa þefjandi búri; að ódýru fötin sem þú færð í H&M voru framleidd af nánast-þrælum í þriðja heiminum; að fíni Ipaddinn þinn var framleiddur í láglauna þunglyndi í Kína og svo fokking framvegis.

Nú geturðu bætt enn einu samvikubitinu við. Þegar þú kaupir eitthvað frá Amazon skaltu hafa hugfast að sá eða sú sem tók dótið til og pakkaði því inn var langþreyttur og þunglyndur vinnumaur í versta djobbi í heimi. Öfugt við það sem ætla mætti, eru það helst miðaldra konur sem vinna þessa vinnu. Þær eru með einskonar klukku um hálsinn sem segir þeim í hvaða gangi risastóra vöruhússins (staðsetning Amazon vöruhúsa er haldið tryggilega leyndri) pöntunin er. Svo er byrjað að hlaupa því klukkan byrjar að telja niður. Maurarnir hafa ákveðinn tíma til að sækja dótið sem þú varst að panta og henda þeim á færibandið. Ef sá tími næst ekki í nokkur skipti er maurinn rekinn. Svo er ætlast til að einn maur í pökkunardeild pakki inn 500 smápökkum á klukkutíma (CD eða bók). Öfugt við íslensk síldarplön til forna, þegar fólk þrælaði og svaf standandi við tunnurnar (svona þrældómur er jafnan talinn mjög göfugur á Íslandi) er Amazon-djobbið náttúrlega hörmulega illa borgað og tryllingslega taugatrekkjandi.

Amazon er ekki rekið af góðum hippum með „hjartað á réttum stað“. Og ég sem hélt að  Dósagerðin hefði verið slæm!

Viljirðu vita meira lestu þá t.d. þetta, eða gúgglaðu „Amazon workers abuse“. Eða ekki. Það er miklu auðveldara. Enda bestu verðin hjá Amazon.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: