Young í Höllinni

8 Júl

Stórtónleikar í Höllinni í gærkvöldi. Nokkuð þétt setinn bekkurinn, kannski 4000 manns. Mugison mætti fyrstur með kassagítarinn og tók fjóra slagara og tvö ný lög af plötu sem hann ætlar, held ég, að koma út í ár. Þau voru skemmtileg, sérstaklega fyrra lagið, mikið melódíulag sem minnti mig á bæði McCartney og Elliot Smith. Rúna kom og söng með manninum sínum Gúanóstelpuna sem ég var einmitt að strömma í útilegu fyrir ekki svo löngu. Mugison alltaf næs.
20140707_201706[1]
Nú er ég langt í frá einhver Neil Young fræðingur eða aðdáandi, en eftir að hafa sleppt bæði Bowie og Brown eins og algjör fáráður, þá hef ég einsett mér að sjá alla legenda sem hingað rangla því annað er geðveiki. Mér hefur satt að segja fundist margt af því sem kallinn gerir einhæft og endurtekningasamt og ekki alveg séð snilldina (eflaust „mæ bad“). Ég mætti þó með opnum hug og fékk ágætis gítarhjakk og fjaðurmagnað gömlukarlarokk í æð. Neil sjálfur (69) er kannski kominn með gerfitennur því hann var undarlega brosleitur þegar hann tók sóló. Virtist vera í ágætu stuði, drakk vatn, át smákökur (sýndist mér) og röflaði allnokkuð við salinn. Mikil eðalmenni voru með honum á sviði: Tvær gullfallegar blökkusöngkonur, gítar og orgelleikarinn Frank „Poncho“ Sampedro (65), sem lítur út eins og Buffolo Bill í tie-die bol; trommarinn Ralph Molina (71), sem lamdi steddí bít en sást lítið, en mesta hrifningu vakti bassaleikarinn Rick Rosas (26) sem lítur út eins og hann gæti verið amma Kidda Rokk og hefur komið víða við. Hann kom víst snögglega inn í bandið því orginal bassaleikarinn fékk slag á dögunum. Hér er Rick:
RickRosasl
Þetta voru víst stuttir tónleikar á Neil Young mælikvarða, ekki nema 90 mín og 14 lög. Sjálfur Óli Palli (sem mætti í fullorðinsbleyju) hefur séð ófáa Neil Young tónleika og gaf þessum 7.5 í einkunn. Ég tók upp búttlegg af þessum agalega slagara.
Neil Young & Crazy Horse – Rockin’ In The Free World (Laugardalshöll 070714)
Og nú fer maður bara í andlega undirbúning fyrir stórveisluna framundan, ATP.

 

3 svör to “Young í Höllinni”

 1. Óskar P. Einarsson júlí 8, 2014 kl. 7:00 e.h. #

  Ætlarðu „all in“ á ATP? Nenni ekki alveg 3 kvöldum…

  • drgunni júlí 9, 2014 kl. 6:40 f.h. #

   Nei missi af laugardeginum. Verð í afmæli úti á landi.

 2. Þráinn Hauksson júlí 9, 2014 kl. 1:06 e.h. #

  Rick Rosas er sko 65 ára, en ekki 26. Hefur spilað marga túra og plötur með NY og oftar en ekki með Ralph Molina

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: