Rotþróin heldur ekki kjafti

1 Júl

haltukj
Rokkræpa mikil mun herja á landsmenn í næstu viku þegar tvö glæsileg festivöl fara fram sömu helgina. Á Vellinum er það gríðarmikil ATP en á Neskaupsstað Eistnaflug í tíunda skipti. Hápunktur Eistnaflugs í ár er án efa kl. 15.30 á föstudaginn þegar hljómsveitin Rotþróin verður með kombakk. Þessi druslulega rokksveit frá Húsavík sótti allnokkuð í Butthole Surfers (þeir segja lagið Hey Hey Hey vera eftir þá sjálfa en ég man ekki betur en að Butthole Surfers hafi átt svipað lag), þrassrokk og pönk og gáfu út kassettuna Haltu kjafti éttu skít boraðu gat á Reykjavík hjá rassvasafyrirtæki mínu Erðanúmúsík árið 1991. Við skulum ylja okkur við minningarnar og láta Bogga, Edda og Halla koma okkur í fornt stuð með þremur lögum af kassettunni:
Rotþróin – Blam Blam Blam
Rotþróin – Hansi hundamorðingi
Rotþróin – Hey Hey Hey

2 svör to “Rotþróin heldur ekki kjafti”

  1. Bragi Freyr júlí 1, 2014 kl. 3:40 e.h. #

    Alger meistarasnilld!

    • Hákon Hrafn júlí 1, 2014 kl. 5:29 e.h. #

      þvílíkt konfekt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: