Upp á þrjú fell

23 Jún

Ég hef nýlega drifið upp á þrjú fjöll, sem öll heita fell þó þetta séu nú engin aumingjafjöll og ættu frekar að heita fjöll en fell.
Geitafell
Geitafell (509 m) er í Grafningnum. Formlaus haugur sem nokkurn tíma tekur að labba á, bæði að fjallinu og upp skriður þess og svo eitthvað hjakk uppi á hæðsta punkt. Útsýni um Reykjanesið og Suðurland ágætt, en ekki mjög spennandi fjall. Gott að það sé „búið“.

Kvigindisfell
Kvígindisfell (783 m) er í Kaldadal. Upp á topp er stikuð leið sem alltaf er ágætis mál því maður er alltaf smeikur um að lenda í einhverju rugli. Þétt labb og gott útsýni, m.a. yfir Súlur, Þingvelli, Hvalvatn og alla jöklana í Kaldadal. Kvíginsfellið er næs.

Bláfell
Í gær var svo skölt á Bláfell (1204 m), sem er töff sjitt á Kili, nokkru eftir Gullfoss. Þriggja tíma labb upp á topp. Þar er skúr og endurvarpsmastur og stórgott útsýni yfir Langjökul, Hvítárvatn og allt þetta stöff. Í betri skilyrðum hefði eflaust verið hægt að sjá víðar. Víðmynd sýnir dýrðina:
2014-06-22 16.06.26

Um tíma á leiðinni sá maður fyrir sér hættur á snjósköflum efst og tilhugsunin um að kjúklinga-út skaut sér að manni, en sem betur fer þrjóskaðist maður við og náði að toppa. Það var auðvitað minna mál en maður hélt = ALLT er minna mál en maður heldur og því er fjallganga góð til að minna mann á það og lækna af aumingjaskap.

Í göngunni á Kvígindis- og Bláfell var allt vaðandi í smáflugum sem gerðu manni lífið leitt. Ég hef ekki tekið eftir svona flugnaböggi áður, kannski eru skilyrði svona góð núna fyrir kvikindin?

Bláfellsgöngu var fagnað með humarsúpu á Café Mika, Reykholti; hamborgara „með öllu“ í Pylsuvagninum, Selfossi og ís í Huppu, Selfossi. Allt var meiriháttar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: