Frábær hljómsveit – 30 árum síðar

22 Maí

10391414_314461705372067_692498357204746090_n
Þau undur og stórmerki gerðust nýverið að ég keypti geisladisk í búð. Sjálfur Ási í Faco, Fálkanum, Gramminu og nú Smekkleysu afgreiddi mig með eintak af diski Fan Houtens Kókó, Gott bít. Þegar þetta var afstaðið settist ég á bekk í sólinni, reif plastið af og skoðaði diskinn og umbúðirnar. Allt þetta olli hugrenningartengslum við löngu liðinn veruleika þegar svona hegðun var reglubundin. Nú fer „neysla“ tónlistar jú að mestu fram með músasmellum, og þá helst á Spotify. Ýmsum gæti fundist það mikil afturför, sem það eflaust er.

Á geisladisknum Góðu bíti má finna lög af kassettunum Musique élémentaire og Það brakar í herra K frá 1981 og auk þess hljóðritanir frá 1982 sem sumar voru gefnar út á safnkassettunni Rúllustiganum en aðrar sem aldrei hafa verið gefnar út áður. Allar upptökurnar eru „læf“, ýmist frá tónleikum 1981 eða gerðar í æfingahúsnæði – segir Fan Houtens kókó á facebooksíðu sinni.

Kókóið var hreinlega frábær hljómsveit og þetta stöff stenst tímans tönn „eins og bringuhár Bjarna Felixsonar“. Ég var mikill aðdáandi og á kasseturnar ennþá. Hér er best off af þeim plús nokkur óútgefin lög sem eru hreinlega betri en „flíruleg rotta og hún“. Kókóið spilaði „og kremur spriklandi kjötbollu“ en var graflöxuð í því besta af póstpönkinu – stöff eins og Cabaret Voltaire, Wire, YMG, Devo og Suicide er súrrað í Breiðholtsmalbiki örlí eitísins þegar allt var allt öðruvísi en núna (eins og vill henda). Þrusugott stöff fyrir alla með eyru. 

Tónlistin leggst á eins og „eyrað upp við ofninn“. Ég hef verið að raula stuðlög eins og „Matseðill Ísidórs Greifa“, „Eru kattaskins nýmóðins“ og „Samba fyrir æðarblika og skjálfani neglur (tsja – tsja – tsja)“. Og náttúrlega öll hin líka. Bæklingur er tipp topp. Allir textar. Líka fullt af myndum, skrá yfir tónleika og saga sveitarinnar, skrifuð af Trausta Júlíussyni, cand mag. Gæti varla verið betra.  

Úr vöndu er að ráða við að velja stuðlag til sýnis. Sjálfir hafa þeir sett Allir vilja Bebop á Youtube. En ég bregð á það ráð að skjóta hér að meistaraverkinu Grænfingraðir morgunhanar

Fan Houtens Kókó – Grænfingraðir morgunhanar
10359131_312570915561146_8731552941483090885_o

5 svör til “Frábær hljómsveit – 30 árum síðar”

 1. Óskar P. Einarsson maí 23, 2014 kl. 9:11 f.h. #

  Geðveikt. Enginn séns að kaupa þetta bara á Bandcamp, Soundcloud eða Tónlist.is? Ég er nú bara svo íhaldssamur að ég vil bara HLUSTA á tónlist…

  • drgunni maí 23, 2014 kl. 9:28 f.h. #

   HVergi til nema á cd held ég…

 2. Steinn Skaptason maí 23, 2014 kl. 7:37 e.h. #

  Ekkert rafrænt tölvukjaftæði með þetta. Kaupa þetta bara á föstu formati sem er að þessu sinni CD. Þessi diskur er gefin út í 300 eintökum og selst alveg þokkalega veit ég eftir að við GLH töluðum við útgefanda í Smekkleysu nú fyrir stuttu. Spái því að hann verður uppseldur fljótlega. Óskar minn !!! Drífðu þig í hljómplötubúð Smekkleysu á Laugavegi sem allra fyrst og keyptu eintak af þessum mjög góða disk. Drífa sig nú og koma svo !!!

  • Steinn Skaptason maí 23, 2014 kl. 7:46 e.h. #

   Fan Houtens Kókó hefði helst einnig átt að koma út á kassettu og út á tvöföldum vínil. En því miður gerðist það nú ekki. Fast format (hljómplötur, kassettur og geisladiskar) voru, eru og verða miklu betra sándlega og upplifunarlega séð en rafrænt tölvudrasl með viðkomandi tónlist hvað varðar hljóð og upplifun að handleika hlutina. Ef er ekkert pláss fyrir hljóðrænar menningar afurðir í formi hljómplatna, kassetna og geisladiska, þá má alltaf raða betur innandyra og stafla endalaust 🙂 Lifi 19 öldin með allt !!!

 3. ágúst Þór Ámundason maí 31, 2014 kl. 11:51 f.h. #

  Röffað að sjá hljómsveit spila undir lögnum í lofti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: