Glæný tónlist!

18 Maí

Hvað er þetta glæ sem er svona nýtt? Er það sama glæið og er kastað á glæ? Og etv skylt því glæ-silega? Kannski þýðir glær bara sjór?

avatars-000079583683-3v3kdq-t500x500
Jæja, ég er alltaf að fá vísbendingar um nýja tónlist. Glænýja jafnvel. Mér rennur blóðið til skyldunnar og verð að miðla þessu áfram. Byrjum á honum Línusi Orra. Hann er í Myndra, sem er ný íslensk/kanadísk hljómsveit. „Ég er þessa dagana að reyna að vekja athygli á nýrri plötu sem er að fara að koma út eftir mánuð. Ég syng í þessari hljómsveit sem er staðsett útí Kanada og hefur hingað til aðeins verið virk þar. Ég hef semsagt flogið reglulega út á síðustu tveimur árum til þess að spila á tónleikum og taka upp og nú loksins er platan tilbúin og við ætlum að halda stóra útgáfutónleika í Norræna húsinu þann 7. júní. Hægt er að hlusta aðeins á plötuna á www.soundcloud.com/myndra.“  Ljómandi fínt popp hjá Myndra.

1233582_494646210621568_1556735147_n
Svo er það Steinunn Ósk Axelsdóttir sem er í hljómsveit í Los Angeles sem heitir In the Key of Earth. Þetta er nýaldar-rokkband og fyrsta platan komin út. Spreðlandi sveimrokk! In The Key Of Earth – The Cold

Picture 4
Þá er það öfgastöff frá Ladyboy Records: KRAKKBOT – AMATEUR OF THE YEAR. CRAMMED WITH COCK Krakkbot er tónslistarmaður sem flytur dómsdags-raftónlist. Hann vinnur einkum með drunur, takta og hávæða. Hann lýsir tónlist sinni sem síþróandi skrýmsli, og daðrar við þungarokk, hipp-hopp, heimatilbúin raftæki, feedback og hreinar hljómtíðnir í tilraunum sínum til að skapa martraðarkenndt draumalandslag. Þú getur sótt stafræna eintakið þitt HÉR. Þetta er fimmta útgáfa umboðsins, og tekur form sitt sem 50 kassettur í sægrænum, bleikum, bláum og gráum geislaígröfðum umbúðum. Hvert eintak er einstakt og byggt á teikningum listamannsins. Útgáfuhóf verður haldið á Húrra föstudaginn 30. maí. Dj. Flugvél & Geimskip og Pyrodulia hita upp.

köttur a heitri steypu
Gímaldin – Allir eru gordjus
Gímaldin var að koma með nýja og netta blúsplötu, Köttur á heitri steypu. Hann kynnir hana á morgun á Café Rosenberg – útgáfutónleikar sem sé. Hér er facebook-eventinn.


Að lokum er það Freyr Flodgren sem býr í Svíþjóð. Kósí.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: