Til hvers að kjósa?

7 Maí

68f3bb684be78e8e5d1c1e2251cd8fbaf029b5f8
„‘Ég kaus VG en ég hefði rétt eins getað exað við D því það er ekkert að ske“ – segir Úlfur Kolka í laginu Til Hvers að kjósa? Hann er í reiðiham á plötunni Borgaraleg óhlíðni sem hann var að gefa út og hægt er að hlusta á á Spotify. Önnur lög á þessari ágætu plötu eru til dæmis „Mótmælandi Íslands“ um hann Helga Hós, „Við munum öll…“ og „Svínin þagna“. Þetta er sem sé ekkert voðalega mikið stupid sumarpopp heldur reiði og uppreisn. Var ekki einhver að biðja um svoleiðis?

Hér er kynningartexti frá höfundi: Um er að ræða fyrstu pólitísku rappskífu Íslandssögunnar og ber hún nafnið Borgaraleg Óhlýðni. Þetta er jafnframt fyrsta platan mín á íslensku en áður var ég forsprakki rappsveitarinnar Kritikal Mazz. Með Kritikal Mazz gaf ég út samnefnda plötu árið 2002 í gegnum Smekkleysu og var platan m.a. tilnefnd sem ‘Hiphop plata ársins’ það ár á Tónlistarverðlaunum Radíó X & Undirtóna. Eftir að Kritikal Mazz platan kom út lenti tónlistin á hillunni í þónokkurn tíma þar sem ég var að einbeita mér að B.A. námi í grafískri hönnun, sem ég útskrifaðist úr vorið 2008. Þegar ég áttaði mig á því hversu litlu búsáhaldabyltingin svokallaða skilaði og hversu lítið þjóðin ætlaði sér að gera í því, gat ég ekki annað en tekið blað og penna í hönd. Þar með varð lagið ‘Til hvers að kjósa?’ til, sem fékk ágætis viðtökur á YouTube, og ekki aftur snúið. Nú rúmlega 3 árum seinna er platan svo tilbúin og ólíkt mörgum öðrum rappskífum kom enginn annar að gerð hennar, þ.e. hvorki gestarappari né annar taktsmiður en ég sjálfur. Borgaraleg Óhlýðni er komin út á CD og er gefin út af nýrri útgáfu sem heitir Vesturbær. Platan er einnig fáanleg í stafrænu formi á iTunes, Amazon og fleiri síðum (kemur á gogoyoko og tonlist.is fljótlega). Annars er ég nýkominn heim til Íslands aftur eftir nokkurra mánaða dvöl í Los Angeles þar sem ég bjó í Inglewood. Þar var ég aðallega að pródúsera (smíða takta) fyrir aðra rappara. Ég er svo nýbúinn að stofna production teymi sem nefnist Sin Pausa ásamt Gnúsa Yones (í reggae-sveitinni Amaba Dama) og er fullt af skemmtilegum hlutum framundan hjá okkur, þ.á.m. mánaðarleg hiphop kvöld.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: