Eins og komið hefur fram hefur verið uggvænleg þróun í kóladrykkju innanlands þar sem bæði bíó og matsölustaðir hafa hent út Coca Cola og bjóða í staðinn upp á hið miklu-síðra Pepsi Cola. Nú berast þau gleðitíðindi að besta bíóið í bænum, Bíó Paradís sé komið með Coca Cola og geti því boðið upp á hina klassísku tvennu og ekkert kjaftæði! Enn ein ástæðan til að fara í Bíó Paradís, segi ég nú bara!
PS – Þetta er ekkert aprílgabb!
Hérna… skiptir þetta virkilega svona miklu máli, kók eða pepsí? Ég veit ekki annað en að sömu glæpamennirnir út í heimi eigi þessi vörumerki og bragðið af þessu sé líka svogottsem eins, nema hvað að pepsí freyðir meira. Það sem fólk nennir að velta sér uppúr, þvílíktogannaðeins.
Alltaf kók, skil ekki hvernig fólk nennir að velta sér upp úr því hverju aðrir velta sér upp úr.
Já en því ert þú þá að velta þér uppúr því að fólk nenni að velta sér uppúr því að aðrir séu að velta sér uppúr einhverju?