Alltaf í bíó 1980

28 Mar

bio1980
Hér eru bíódómar ársins 1980. Ekki gæti ég rifjað upp söguþráð þessara mynda þótt líf mitt lægi við. Tja, nema kannski Wanderers. Hún er nokkuð eftirminnileg og þegar ég fór fyrst til New York hélt ég að allt yrði eins og í þeirri mynd. Það hefur verið mikið bíó á manni, þetta 14-15 ára gömlum, enda lítið annað að gerast nema hlusta á pönk og nýbylgjurokk. Tíminn fyrir internet er svo mikil fornöld eitthvað. Hvernig fór maður eiginlega að? Samt, mjög góður tími og allt það. Bara svo hrikalega óðruvísi. Þýðir auðvitað ekkert að malda í mó tækniframfarana. Og nú eiga allir að fara að ganga með google-gleraugu. Fuss og svei, ég hef enga trú á þessu! Samt spurning hvort það sé eitthvað verra að hanga í endalausri tímaeyðslu á netinu eða yfir sorpmyndum eins og H.O.T.S. og Starcrash? Jæja, maður var þá allavega innan um fólk á þessum myndum og hitti stundum á einhverja snilld. Og svo er nú ekki eins og það sé ekkert í bíó núna. Man ekki betur en ég hafi ætlað að fara meira í bíó á þessu ári, en svo klikka ég alltaf á því. Djös klúður.

(Þetta blogg er svokallaður vaðall)

4 svör til “Alltaf í bíó 1980”

 1. Örn Markússon mars 28, 2014 kl. 8:50 e.h. #

  „Djös klúður, segir þú“.

  Farðu á The Grand Budapest Hotel á meðan hún er í bíói. Hún er algjört bíó útlitslega séð og tónlistin er æðisleg. Hlustaðu á lestarlagið með balalækunum, sneriltrommunni og kontrabassanum og njóttu í í bíósalnum. Það er bara tímaspursmál hvenær það stef verður í 100 auglýsingum.

 2. Wim Van Hooste mars 29, 2014 kl. 6:06 e.h. #

  alone at the movies

 3. Halldor mars 30, 2014 kl. 10:56 f.h. #

  Escape to Athena…. Ertu búinn að gleyma Telly Salavas?

 4. spritti mars 30, 2014 kl. 11:08 f.h. #

  Tíminn fyrir internet er svo mikil fornöld að það eru vandræði að koma krökkunum úr MInekraft til að reka þau út úr húsinu til að hjóla eða renna sér á snjóþotum eða bara það sem við á.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: