Jarðálfar í kröppum dansi

6 Feb

Bengt-Grete-Dragoer 001
Bókaútgáfan Björk á Selfossi hefur gefið út „Skemmtilegu smábarnabækurnar“  frá því á fimmta áratugnum. Dönsku systkinin Bengt og Grete Janus Nielsen (1921-1988 og 1915-2002) eiga heiðurinn af tveim bestu bókunum, Stubb og Láka. Stubb gerðu þau saman, en Láka skrifaði Grete með eiginmanni sínum, listmálaranum Mogens Hertz.

d6ae53b49c95427596a70356741444341587343
Stubbur (upphaflega: Strit) er frábært listaverk og sagan greipt í huga minn. Þetta er bestseller Bjarkar, bókin hefur verið prentuð 10 sinnum frá 1947. 

Láki er um margt furðuleg bók. Hún segir af illa jarðálfinum Láka sem yfirgefur foreldra sína til að hrella danska vísitölufjölskyldu. Margar spurningar vakna við lestur sögunnar.

lakiundirsofa
1. Láki setur púður í pípu pabbans svo hún springur. Láki liggur undir sófa og sést greinilega en samt gerir pabbinn ekkert í málunum. Er pabbinn blindur eða svona rosalega meðvirkur?

lakikukaristromp
2. Láki sprautar vatni á bréfberann. Bréfberinn æðir í vitlausa átt og sér ekki Láka á strompinum. Er hann líka blindur eða meðvirkur? Og hvað er Láki að gera – kúka í strompinn? Hann er allavega þannig á svipinn.

lakiljosh
3. Að lokum, eftir 721 skammarstrik, prófar Láki að gera góðverk og finnur strax að það er málið. Þá breytist hann í ljóshærðan vísitöludreng og fær Ikea húsgögn og nýja fjölskyldu. Stóra spurningin er: Hvernig líður foreldrum Láka, þeim Snjáka og Snjáku, með þetta? Eru þau ekki alveg í losti eða er þeim kannski alveg sama af því að þau eru samviskulaus illmenni? Hefur ekki hjálparsveit  jarðálfa leitað dögum saman að Láka með óhemju kosnaði fyrir samfélag jarðálfa?
herserdusnjaka
Bæði Bengt og Grete áttu frekari afrek fyrir höndum eftir Stubb og Láka. Bengt skrifaði t.d. Kim bækurnar en Grete varð sálfræðingur og skrifaði margar fleiri barnabækur. Hún erfði réttinn af Kim-bókunum eftir dauða bróður síns, sem var barnlaus. Nokkur  spenna var í sambandi systkinina síðustu árin, líklega vegna þessara réttindamála.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: