Skemmtisaga af tollinum

31 Jan

12-130
Horrorgrein Helga Þorgils af viðskiptum sínum við DHL/Tollinn hefur verið gríðalega mikið lesin í dag og það eru margir sem hafa bráðskemmtilegar sorgarsögur að segja af Tollinum. Einu sinni voru tollverðirnir í brúnum sloppum (Stasi-legt) og svo þurfti maður að horfa á þá gramsa í pökkunum manns. Maður var kannski að skiptast á einhverjum pönk-kassettum við eitthvað lið í útlöndum og þurfti að standa í veseni og fjárútlátum út af þessu. Engin furða að niðurhal er vinsælt hér á landi hafta og geðveiki.

Einu sinni var ég að flækjast um netið og keypti nauðaómerkileg Elvis-gleraugu á Elvis.com. Hef eflaust talið mig lúkka jafn kúl og kóngurinn með svona gleraugu. Gleraugun kostuðu ekki nema 1000 kall. Leið nú og beið en loks kom bréf frá DHL. Hafði þá ekki helvítis pakkið á Elvis.com sent helvítis gleraugun í rándýrri DHL sendingu og svo voru gleraugun MEÐ sendingarkostnaði tolluð og vöskuð í bak og fyrir. Ég endaði með að borga 10.000 kall fyrir þessi ómerkileg plastsólgleraugu. 

Rothöggið var svo í Kolaportinu degi síðar þegar ég sá alveg eins gleraugu á 1000 kall!

7 svör til “Skemmtisaga af tollinum”

 1. MFG janúar 31, 2014 kl. 8:04 e.h. #

  Þú þegir og borgar 10.000 kall og skrifar svo nöldurgrein mörgum árum seinna. Helgi lætur brenna gjöf frá „vini“ sínum af því að hann er of góður til að borga toll af henni. Þú ert nice guy – hann er ráðherrasonur. Það er eiginlega bæði fyndið og krúttlegt að þú skulir ekki sjá muninn sjálfur.

  • drgunni febrúar 1, 2014 kl. 5:58 f.h. #

   Þetta er ekki nöldurgein, þetta er skemmtisaga. Það er eiginlega bæði fyndið og krúttlegt að þú skulir ekki sjá muninn.

   • MFG febrúar 1, 2014 kl. 6:18 f.h. #

    takk drgunni en með þessu svari sannarðu bara að þú ert nice guy – ekkert annað

   • drgunni febrúar 1, 2014 kl. 7:02 f.h. #

    Jæja, ég var allavega ekki ráðherrasonur síðast þegar ég gáði.

 2. Kristinn J janúar 31, 2014 kl. 8:18 e.h. #

  Gunni. Afhverju léstu ekki Tollinn mölva gleraugun og henda þeim ? Fórst þú virkilega að borga alla þessa upphæð ???

  • drgunni febrúar 1, 2014 kl. 5:57 f.h. #

   Hverrar krónu virði.

 3. Gunnar Ö. febrúar 1, 2014 kl. 11:28 f.h. #

  Ef ég man rétt skrifaðir þú um þetta á gamla blogginu þínu, þannig að þú ert klárlega ekki að nöldra mörgum árum síðar eins og MFG segir. 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: