Íslenskt tollalöggjöf er sturluð. Þar er leitast við að tolla og skattleggja hvaða snifsi sem eyjaskeggjum berst í pósti frá hinum vafasama og sóttargrasserandi umheimi. Það er stundum talað um að það eigi að liðka eitthvað til á þessum vettvangi en ég veit ekki hver staðan er. Myndlistamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson fékk bók frá vini sínum og lenti í toll-stappi við DHL. Þetta er án efa það besta í blöðunum í dag og endurbirt hér því greinin birtist í Mogganum og það undergránd blað sér nánast enginn.
Fátt breyzt síðan bóndanum var neitað um innflutningsleyfi á gúmmístígvélum, vegna þess að jörð hans þótti ekki nógu mýrlend…..
Voðalegt er þetta. Heldur þessi gutti að DHL ráði íslenskri tollalöggjöf og vilji hafa þetta svona?
Það var viðtal við kall sem vann við tollnúmeraskráningu hjá Tollinum í blöðunum fyrir einhverju síðan. Hann sagði að síðan 1980 hafi staðið til að breyta tollalöggjöfinni og einfalda tollflokka, sér í lagi til að svona sendingar stoppi ekki.
Síðan þá hafa ALLIR flokkar verið í stjórn á einum eða öðrum tíma, vinstri, hægri, miðjumoð og hobbitar, en enginn hefur tekið slaginn. Mjög líklega vegna þess að þetta eru eftir allt saman bara fínar tekjur fyrir ríkissjóð!
Sem er alveg glatað, af hverju má ekki fá tækifærisgjafir, eins og t.d. bækur, jafnvel þó svo að verðmætið séu einhverjir þúsund kallar, án þess að allt sé stoppað? Hvað kostar að reka allt það eftirlitskerfi? Fara ekki allir smápeningarnir fyrir þessa innflutningsskatta í að reka það?
JAM; Guð blessi Island og Tollinn með
Gott hjá Helga Þorgils að hrauna yfir DHL starfsmanninn sem er eingöngu að fylgja því sem tollurinn skipar DHL að gera. Ég er ekki viss um að pabbi hans, gamli dómsmálaráðherrann, hafi viljað að hann myndi brjóta lög. Helgi vill kannski að samfélagið borgi aðflutningsgjöldin hans, eins og listamannalaunin?
Keypti mér á dögunum forláta Casio-úr með innbyggðu barómeti og áttavita. Verðið á eBay var svo sem hagstætt, en tollhelvítið lét sér ekki nægja að leggja á það toll, þeir bókstaflega nánast seldu mér það upp á nýtt.
Ísland er síðasta Sovétríkið, einangrað og tollmúrað út í fullkominn fáránleika. Af hverju nennum við að búa hér?
Engar gjafir til þín vinur. þú hefur ekkert tilefni fyrir því. Nema að borga, þetta er kallast embættis mútur.
http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2012/3/28/tollurinn-og-tittlingaskitur/
„Ég er farin að veigra mér við að senda pakka til Íslands – nema þá til einhvers sem mér er illa við. Vegna þess að allar líkur eru á að viðtakandinn verði að gera sér ferð upp á Höfða, ekki aðeins til að sækja pakkann, heldur líka til að sitja þar undir ávirðingum og niðurlægingu.“
Sturluð lesning!
ó, gleymdi þessari… „Ofsóknaræði tollyfirvalda“
http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2012/11/23/ofsoknaraedi-tollyfirvalda/