Bylting í rakblöðum og skeinipappír?

28 Jan

Einokun er ríkjandi á rakvélamarkaðinum. Í nánast öllum verslunum landsins er eingöngu boðið upp á Gillette sköfur og blöð. Þetta er munaðarvara. Yfir fáu var meira kvartað á Okursíðunni en verðinu á þessu og jafnvel komu menn með sparnaðarráð, eins og að nudda rakblöðum við gallabuxur til að lengja líftíma þeirra. Blöðin eru höfð við kassana því það var svo mikið stolið af þessari munaðarvöru. Eini valkosturinn við Gillette eru hugsanlega Wilkinsons vörur sem fást einhvers staðar og svo var rakarastofan Herramenn í Kópavogi með einhver önnur blöð (samt ekki viss).

Sambland af hipsterisma og neytendavitund á sér nú stað í þessum geira las ég hér. Á Austurströnd Bandaríkjanna er fyrirtækið Harry’s með ódýrari græjur en Gillette veldið og á Vesturströndinni er Dollar Shave Club. Því miður sýnist mér að maður þurfi að búa í Bandaríkjunum til að geta keypt þessar vörur, en Dollar Shave Club sendir heim að dyrum innanlands. Auglýsingin þeirra er fyndin:

Dollar Shave Club láta sér ekki nægja að reyna byltingu í rakstri, þeir ætla líka að bylta því hvernig við skeinum okkur og selja hinar karlmannlegu blautþurrkur One Wipe Charlies – „buttwipes for men“. Það vita náttúrlega flestir karlar með loðin rassgöt að eina vitið við skeiningar er að nota blautþurrkur á „erfiðu blettina“. Ég mæli með Euroshopper, ódýrt, lyktarlaust og gerir sitt gagn. Hér er rassaþurrkuauglýsingin:

Eitt svar til “Bylting í rakblöðum og skeinipappír?”

  1. Frosti Slumpur janúar 28, 2014 kl. 8:15 f.h. #

    Gillette 2 eru yfirburðablöð sem endast vel og varla hægt að skera sig á þeim. Held bitinu með skarpri hitabreyting, sjóðheitt-kalt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: