Ég í Rolling Stone

17 Jan

Ég hef sannast sagna alltaf viljað bera hróður Íslands í rokkinu út fyrir landssteinana. Þegar ég var 19 ára, árið 1984, ljósritaði ég smá hefti á ensku sem hét Gorilla Ice Cream og sendi til útlendinga sem ég var kominn í samband við. Ég hafði nokkru áður fattað hvað „fanzine“ væri og var farinn að panta og skiptast á svona blöðum og tónlist við allskonar lið út um allan heim. Þetta var gríðarlega spennandi og hélt í manni „listrænu“lífi á meðan ekkert heyrðist nema eitthvað eitís sorp á Rás 2 (sorp sem mér finnst nú kannski ekki alveg jafn mikið sorp í víðsýninni í dag) og eiginlega engin bönd hérna voru að gera eitthvað af viti (fannst mér þá). Í Gorilla Ice Cream var fjallað um Oxzmá, Kukl og eitthvað fleira og náttúrlega S.H.Draum. Ég sendi líka svokölluð „scene report“ í pönkblaðið Maxinum Rock n Roll. Hér er ein slík sending frá 1987:
maxrnr1987
Þessari kynningarstarfssemi hefur maður haldið áfram í ýmsum myndum. Bókin BLUE EYED POP – THE HISTORY OF POPULAR MUSIC IN ICELAND, sem er remix af Stuð vors lands á ensku, kom út á síðustu Airwaves. Öðlingurinn David Fricke, senior ritstjóri á Rolling Stone, skrifaði um þessa bók nýlega og ég er vitaskuld gríðarlega ángður með það.
Blue Eyed Pop: The History of Popular Music in Iceland by Dr.Gunni (Sogur) 
When I went to Iceland in 1988 to interview the Sugarcubes, the arctic nation’s first, international rock stars, I quickly found out they were not a Year Zero phenomenon. Iceland had a long history of warping American and British pop to its own, compelling ends. Dr. Gunni, a musician and journalist, goes all the way back to his country’s wax-cylinder days but hits a gripping, detailed stride in his tales of drinking and striving by, among others, Sixties garage-beat pioneers Hljómar, the Cream-like Ödmenn and the Eighties dada-punk band Kukl (with a very young Björk). Blue Eyed Pop, first published in Icelandic in 2012, has no discography, but Dr.Gunni has curated a soundtrack of playlists.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: