Elvis kemur!

14 Jan

Elvis Presley syngur í Hörpu 24. apríl. Átta manna band leikur undir skjávarpa Kóngsins, bakraddasöngvarar og svaka sjó. Eins og sést hér að ofan í kynningamynd fyrir fyrirbærið eru aðdáendur í skýjunum. Elvis söng annars lítið utan Bandaríkjanna (kannski aldrei?) og var holað niður í Las Vegas síðustu árin af hinum illa Ofursta. Það er því ekki seinna vænna að Kóngurinn sé að koma til Evrópu. Þótt korní sé held ég að þetta sé bara eitthvað sem maður verður að upplifa, í nafni rokksins!

Einu sinni var Elvis glænýr, ferskur og síðast en ekki síst sprelllifandi. Dagblaðið Tíminn var með puttann á púlsinum í október 1956 og sagði frá uppgangi kappans.
presl1
elv2
elv3
elv4
elv5

Ekki fylgir sögunni hver skrifar þetta. Ég myndi giska á Indriða G. Þorsteinsson, sem skrifaði í Tímann á þessum tíma, m.a. mjög skemmtilega um rokktónleika Tony Crombie og félaga tveimur árum síðar.

Eitt svar to “Elvis kemur!”

  1. Óskar P. Einarsson janúar 15, 2014 kl. 9:05 f.h. #

    Prrrrfffft, má ég þá frekar biðja um Eilert Pilarm í Hörpuna…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: