„Eurovision skiptir engu máli“

12 Jan

Datt inn í ágætan þátt um íslenskunám útlendinga og almennt um útlendinga á Gufunni, Útlensk íslenska. Eins og ítrekað hefur komið í ljós er gestsaugað glöggt. Lokaorð þáttarins, sem koma frá einum viðmælandanum, Jeffrey, eru mjög lýsandi fyrir okkur: „Íslendingar eru alltaf að segja mér að hvað Ísland er mikil paradís. Flottasta land í heimi, fallegustu konurnar, sterkustu mennirnir, hreinasta vatnið og ég veit ekki hvað. En svo spyrja þeir mig: Afhverju komstu hingað?“


„Þetta er bara tsí trallala europopp og við viljum eyða peningunum okkar í eitthvað meira öppskeil“, segir einhver markaðsmaður frá Serbíu í fréttinni hér að ofan (Kryppan vísaði á). Mikil afföll eru nú í Eurovision og hvert landið af öðru dregur sig úr keppni. Það er kreppa og mörgum finnst sirkusinn ekki skipta neinu máli í hinu stærra samhengi. Hugsanlega eru margar austantjaldsþjóðir bara orðnar eitthvað fúlar því sl. 4 ár hafa eintómir vesturlandabelgir unnið, Noregur, Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk. Fyndið er að heyra Serbann hér að ofan tala um klíkuskapinn á meðal Norðurlandaþjóða þegar kemur að stigagjöf.

Ísland er sprellfær þrátt fyrir svokallaða kreppu og ætlar enn að reyna að klára það sem við byrjuðum á 1986. Tíu lög hafa verið valin til að bítast um farmiðann til Danmerkur:
eurov14log
Keppnin verður snörp í ár. Tvö undanúrslitakvöld með 5 lögum fara fram 1. og 8. febrúar, og sigurlagið verður svo valið þann 15. Ég hef náttúrlega ekki heyrt neitt af þessu en svona fyrirfram gæti ég trúað því að mér fyndist Pollapönklagið best. Gunna Dís, Ragnheiður Steinunn og Hraðfréttastrákar munu halda uppi stuðinu á meðan snilldin rennur hjá, en síðan mun Felix Bergsson stjórna Alla leið og kynna enn meiri Eurovisionsnilld. Keppnin í Danmörku fer svo fram 6., 8., og 10 maí, þegar nýjasta tromp Evrópu í poppi verður valið. 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: