Jólamix Dr. Gunna – í þágu heimilanna

25 Des

jolamixx
Jæja, er nú ekki komið nóg af þessum klassísku jólalögum sem eru búin að dynja á þér, eins og stigmagnandi bumbuslög í þrælaskipi kapítalismans, síðan í nóvember? Ó jú! Hér kæri vinur er jólamix til að létta þér lífið í eftirleik jólanna, tólf óklassísk, óvenjuleg en þrælskemmtileg jólalög… (þetta mix er endurgerð af jólamixi sem ég gerði 2007).

Jólamixteip Dr. Gunna

Innihaldslýsing:
1. El Vez – Feliz navidad  
Byrjun með blasti. El Vez, hinn mexíkóski, blandar saman Ég fæ jólagjöf og Public Image Ltd. Hverjum hefur dottið það í hug? Þetta er hress gaur sem hékk svolítið með Sykurmolunum í gamla daga. 
2. The Go-Bang’s – Rock n roll santa claus 
The Go-Bang’s var japanskt kvennatríó sem spilaði poppað tyggjórokk með örlitlu pönkbragði. Þær nutu vinsælda í kringum 1990 og einhverra hluta vegna á ég allar plöturnar með þeim. Hér er hressandi jólalag frá þessu frábæra, en algjörlega óþekkta utan heinalandsins, bandi.
3. Shonen Knife – Space Christmas
Annað japanskt kvennatríó með annað frumsamið jólalag.
4. Hybrid Kids – O, Come all ye faithful
Hybrid Kids var leyninafn fyrir Morgan Fisher. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa verið hljómborðsleikarinn í Mott the Hopple. Í kringum 1980 var hann að taka allskonar lög og gera svona sniðugar ábreiður af þeim. Hann gerði m.a. plötuna Claws sem eru bara jólalög. Hún er alveg ljómandi fín.
5. The Residents – Santa Dog ’78
Í flipp tilraunagír slá fáir bandarísku leynihljómsveitina The Residents við. Eitt þeirra fyrsta lag var jóla. Auka hugmynd: Gott nafn á íslenska hljómsveit væri „Aðilarnir“, jafnvel „Aðilar vinnumarkaðarins“.
6. The Frogs – Here comes Santa’s pussy 
Þegar sungið er um pussuna á Jóla hringja allar viðvörunarbjöllur í Jólaþorpinu. The Frogs er fyndið, dónalegt og eldgamalt amerískt band sem ég sá einu sinni á CBGB’s. Ég man að einn var með vængi á bakinu og þetta var flippað og skemmtilegt.
7. Alli Rúts – Ég er jólasveinn
Það eru engin jól án Alla Rúts. Skemmtikraftur, bílasali en rekur sveitahótelið og barinn Áslák í Mosfellssveit í dag. Umslag 7″ plötu Alla frá 1973  er einstaklega vel heppnað (og notað hér að ofan aðeins breytt).
8. The Fall – (We wish you) A protein christ 
Líklega er fátt ójólalegra en amfetamínbryðjandi skáldjöfurinn Mark E Smith og taumlaus og endalaus snilldarferill hans. Hann gerði nú samt 4-laga jólaplötu árið 2003. Af henni heyrum við titillagið. Hin lögin eru jafnvel enn ójólalegri en þetta.
9. Bit shifter – Let it snow
Á netsíðunni http://8bitpeoples.com/koma saman listamenn sem gera tónlist á fornar tölvur. Þetta er fyndið og skemmtilegt og öll tónlistin býðst ókeypis í niðurhali. Þetta lag með Bit shifter (Bandaríkjamaðurinn Joshua Davis) er tekið af átta laga jólaplötunni The 8bits of christmas.
10. Big Star – Jesus Christ 
Alex Chilton og félagar voru hljómsveitin Big Star, band sem gerði tvær magnaðar plötur sem allir verða að heyra (#1 Record 1972 og Radio City 1974). Þetta lag er af þriðju plötunni, Third/Sister Lovers, sem kom 1978. Lagið er um gaurinn sem allur gauragangurinn er víst tileinkaður. Gullfallegt lag sem hefði átt að vera „klassískt jólalag“ í dag en er það ekki.
11. Megas & Senuþjófarnir – Ég sá pabba krassa á jólatréð
Megas og Senuþjófarnir blúsa jólin inn með þingeyskan júða í eftirdragi.
12. Yogi Yorgesson – I yust go mad at christmas
Löngu áður en Prúðuleikararnir komu með Sænska kokkinn gerði Harry Stewart grín að Svíum sem „Yogi Yorgesson“.
12 1/2. Paska – Merry christmas 
Paska er finnskur sköllóttur pönkari sem hefur öskrað inn á þónokkuð margar plötur. Ég hitti hann einu sinni þegar hann var með pönk-karókí í Turku. Einu sinni öskraði hann inn á símsvarann minn en því miður er sú spóla týnd. Paska endar við mixteipið í sönnum jólaanda.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: