Bubbi í Ramones bol

21 Des

bubbiramones
Í nýrri auglýsingu Bylgjunnar fyrir jóladagskrána er Bubbi í Ramones bol. Að sjálfssögðu veit Bubbi allt um Ramones, þessa frábæru pönkrokksveit frá New York. Það sama verður ekki sagt um fjölmarga sem klæðast Ramones bolum í dag, því Ramones bolirnir eru orðnir svakalega algengir. Það eru hreinlegir allir í þessu enda allskonar aðilar sem eru að dæla svona bolum á markaðinn, bæði ódýr merki og dýr.  Maður spyr sig hvert höfundarréttargjöldin renna – kannski í minningarsjóð Joey, Johnny og Dee Dee? Varla.

Vinur Ramones-strákana sem hannaði lógóið hét Arturo Vega og hann lést fyrr á þessu ári. Hér er grein um hann og lógóið góða. 

Eini eftirlifandi Ramones meðlimurinn (af upprunalegu liðsskipaninni) er trommarinn Tommy Ramone. Hann fæst við þjóðlagatónlist í dag. Árið 1978 tók Marky Ramone við kjuðunum og var í mesta akkorðinu með Ramones. Auk þess að vera með sína eigin pasta sósu í dag (Marky Ramone’s Brooklyn’s Own Pasta Sauce) gerir Marky út á forna rokkfrægð og túrar heiminn með bandinu Marky Ramone’s Blitzkrieg spilandi gamla snilld.

Hratt og einfalt stuðpönk Ramones var stærsti áhrifavaldurinn á Fræbbblanna í gamla daga og því mjög við hæfi ef þetta Marky band kæmi í Kópavoginn á næsta ári. Einhverjar óljósar fréttir hef ég heyrt að það standi jafnvel til, auk þess sem Fræbbblarnir ætla að spila meistaraverkið Viltu nammi væna í heild sinni (í Hörpu með  Sinfó – Djók!). Þetta er súperspennandi og kemur allt í ljós!

2 svör to “Bubbi í Ramones bol”

 1. Valgarður Guðjónsson desember 21, 2013 kl. 11:43 f.h. #

  Hó, jú, við erum að vonast til að Marky Ramone (og hljómsveit) komi næsta vor.. þeir verða á ferðalagi og hafa tekið vel í að koma, en smá „púsl“ eftir að ganga upp.. meðal annars er erfitt að átta sig á hversu mikill áhugi væri á að sjá þá spila, þetta kostar sitt – en ég vona að þetta fari að skýrast.

  Við Fræbbblar höfum verið að rifja upp öll lögin af „Viltu nammi væna?“ og erum svo sem að verða klárir í að spila, við spurðum reyndar á Facebook síðunni okkar hvort það væri áhugi á þessu og fengum engin viðbrögð…

  Næsta mál hjá okkur er reyndar að klára nýju plötuna sem hefur verið allt of lengi í vinnslu. Kannski spilum við „Nammið“ og nýtt efni þegar hún kemur út.

  • drgunni desember 22, 2013 kl. 6:23 f.h. #

   Hvað með að slá þessu saman? Fræbbblar spila Nammið og fleira og svo Marky með Ramones prógramm? Fjandinn hafiði það hljóta allavega 300-500 manns að mæta á svona gæðagigg með almennilegu plöggi…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: