Ben Stiller selur norðurljósin

10 Des


Ísland er orðið svo sjóað í meikinu að það er hætt að tala um það hérna þegar okkur ber á góma í erlendum stórmiðlum. Það er af sem áður var þegar allir gengu um með útþanin brjóst ef skerið kom fyrir einhvers staðar í útlöndum. Það ætlaði t.d. allt um koll að keyra í Austurbæjarbíói þegar John Cleese minntist á Ísland í  myndinni A Fish Called Wanda.

Ben Stiller kynnir nú mynd sína The Secret Life of Walter Mitty og að sjálfssögðu poppar Ísland upp í plögginu, enda myndin tekin að hluta hér eins og allir ættu að vita. Ben var hjá Conan á miðvikudaginn, var með heljarinnar landkynningu og gott ef ekki seldi norðurljósin, Einar Ben stæl. Ég heyri nýjar gistinætur hrannast upp. Ben er nú orðinn einn af heiðruðum Íslandsvinum okkar (þótt hann kunni ekki að bera fram „Stykkishólmur“) og er það vel því þetta er meistari. Nú er bara að vona að Conan kaupi skjallið hans Bens og heimsæki okkur við tækifæri.

The Secret Life of Walter Mitty verður frumsýnd á Íslandi 3. janúar nk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: