Topp 10 minningar úr Broadway

9 Des

broadway
Hætt hefur verið við tónleika og skemmtanahald á Broadway. Enginn mótmælir, sem er ágætt, enda gengur þetta nú bara svona fyrir sig í síbreytilegum heimi. Allt er alltaf að breytast. Þetta var líka hálf leiðinlegur staður til tónleikahalds, sviðið  berangurslegt og illa sást á það frá flestum stöðum í húsinu. Það breytir því þó ekki að þarna fóru fram margir frábærir tónleikar og maður spilaði þarna nokkuð oft. Hér koma topp 1o minningar frá Broadway.

* S.H.Draumur spilaði þarna með Current 93, HÖH, Annie Anxiety, Jóhamri og Megasi 11. febrúar 1988. Þá hét þetta reyndar Hótel Ísland. Sjónvarpið tók giggið upp og því hefur maður stundum séð þetta. Ég er í eldrauðri skyrtu og það eru risastórar pákur á sviðinu. Annað man ég ekki.

* Hljómsveitin Dr. Gunni spilaði þarna með Violent Femmes 2004. Athygli vakti að aðalmenn Violent Femmes töluðust ekki við og 90% áhorfenda voru að bíða eftir einu lagi með hljómsveitinni. Þetta er líka í eina skipti sem Lufsan hefur sungið bakraddir með mér á sviði.

* The Cardigans spiluðu þarna í byrjun árs 1996. Hljómsveitin var í miklu uppáhaldi hjá mér en giggið var samt frekar slappt. Ég var með gifs og á hækjum og Nina Person horfði meðaumkunaraugum á mig þegar ég skakklappaðist framhjá henni.

* Baksviðs í Broadway á Bó að hafa sagt hina fleygu setningu „Ný föt, sama röddin“ við einhvern ungan poppara. Ég man ekki alveg hvert fórnarlambið var. Man það einhver?

* Tom Jones söng á Broadway. Ég fór og skemmti mér vel.

* Þarna var frönsk menningarhátíð 1991 með Les Satellites og Babylon Fighters. Mér fannst ekkert svo mikið til koma.

* The Strokes á hátindi ferilsins. Ég man að Sigurjón Kjartansson fór og tók viðtal við þá (við vorum saman með útvarpsþáttinn Zombie) og fannst þeir vera algjörir fábjánar.

* Sykurmolarnir nýorðnir „heimsfrægir“ 1988 spiluðu þarna með Bleiku böstunum og Sogblettum. Myndir frá gigginu voru þar til nýlega til sýnis á Mokka.

* 19. maí 1988 spiluðu Woodentops þarna og Daisy Hill Puppy Farm hitaði upp. Sama kvöld var S. H. Draumur að hita upp fyrir Sykurmolana í Astoria í London svo ég komst ekki og fannst það helvíti leiðinlegt enda bæði Woodentops og DHPF frábær bönd.

* Á Broadway spiluðu allskonar stórsnillingar sem ég hafði ekki vit á að sjá, m.a. Jerry Lee Lewis, Boney M, Slade, John Mayall, Nick Cave á píanó og Marianne Faithfull.

7 svör to “Topp 10 minningar úr Broadway”

 1. Kristinn Þór Pálsson desember 9, 2013 kl. 8:46 f.h. #

  Þetta mun hafa verið Karl Örvarsson sem fékk yfir sig fræga frasann frá Bó eða svo er sagt. Annars þetta tilsvar frá hinum sama vist líka upprunnið í búningsherbergjunum í sama húsi: „Það er er ekki Gó fyrr en að Bó segir að það sé Gó!“

 2. Sigfús´. desember 9, 2013 kl. 9:02 f.h. #

  uss, þettta er ekkert, þú ert að gleyma Bobby Kimball úr Toto og Slegggjasystrum. Smá misminni hjá þér með Jerry Lee en hann giggaði í Mjóddinni, á gamla Breiðvangi. rétt á eftir Fats og Rod Stewart 🙂

 3. Jesús Pétur desember 9, 2013 kl. 9:40 f.h. #

  Var þetta ekki Karl Örvarsson?

 4. GB desember 9, 2013 kl. 10:08 f.h. #

  Bubbi með Kúbubandið var Skínandi. Flott sánd.

 5. BF desember 9, 2013 kl. 11:46 f.h. #

  Var það ekki Látúnsbarkinn sem mætti í nýju fötunum? Þannig heyrði ég söguna allavega á sínum tíma …

 6. Þórður Björn Sigurðsson desember 9, 2013 kl. 12:02 e.h. #

  De La Soul…

 7. Jóhann G. Frímann desember 9, 2013 kl. 11:49 e.h. #

  Ég sá og heyrði John Mayall þarna sællar minningar 1989. Vinir Dóra hituðu upp og táningurinn Guðmundur Pétursson fór þar á kostum á gítarnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: