Hamborgarar, Keflavík og Grýla

4 Des

Eins og komið hefur fram er komin út hin stórfenglega plata Alheimurinn! með Dr. Gunna og vinum hans. Hljómsveitin verður eins og útúrspíttað hundsskinn við tónleikahald næstu daga:
DRGUNNIfa
Í kvöld kl. 18 í Hamborgarafabrikkunni. Þetta gigg er hluti af hádegistónleikaröð Fabrikkunnar. Lay Low er t.d. í hádeginu í dag, en það þótti skynsamlegra að hafa okkur kl. 18 fyrir barnafólk. Ég tel líklegt að hundurinn mæti.

1399525_10152036782900479_1935784635_o
Uppskeruhátíð Geimsteins er svo annað kvöld (5. des) á hinni knáu knæpu Paddy’s. Við spilum með Védísi Hervör, Íkorna og Gálunni. Þúsari inn.

Gryla-og-Leppaludi
Svo erða Þjóðminjasafnið á sunnudaginn (8. des) kl. 14. Við leikum á undan þeim Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum. Fer hundurinn í Jólaköttinn? Þetta er upphitun fyrir komu jólasveinanna. Sá fyrsti, Stekkjastaur kemur til byggða 12. desember og mun þá líta við á Þjóðminjasafninu klukkan 11.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: