Plata dagsins: Chili & The Whalekillers

29 Nóv


Íslendingar eru að gera góða hluti út um allan heim. Skeggjaði maðurinn sem syngur hér eigið lag með popphljómsveitinni Chili & The Whalekillers er rammíslenskur. Hann heitir Hjörtur Hjörleifsson.  Árni bróðir hans er saxófón/orgelleikari hljómsveitarinnar, en hann er hinn skeggjaði maðurinn í myndbandinu sem einnig fer með aðal-leik-hlutverkið. Afgangur bandsins er austurrískur. Þriðja plata sveitarinnar, Turn, kom út í október. Hjörtur skrifar: Breiðskífan „Turn“ er saman sett af lögum sem safnast hafa saman yfir hið einstaklega viðburðarríka síðastliðna ár, þar sem að hljómsveitin flutti saman í íbúð við lestarteinana í fjórtánda hverfi Vínarborgar. Tónlistin á Turn gæti maður lýst sem draumkenndu power-poppi lituðu af sjöunda áratugs sækadelíu, surf-rokki og jafnvel kántrý. Textarnir eru ekki síðir fjölbreyttir, sumir hverjir beatnik aðrir rómantískir, Bukowski, Marilyn Monroe og Simone de Beauvoir koma öll við sögu, sagt er frá sítrónugarði og elskhuga í Nürnberg.
Platan er nú þegar farin að vekja athygli í Austurríki, við höfum fengið fínustu dóma í fjölmiðlum og erum komnir í spilun á einni af stærri útvarpstöðvum landsins, FM4. Við höfum hugsað okkur að reyna að komast til Íslands í tónleikaferð.
Hlustið á meira með Chili & The Whalekillers á Soundcloud síðu sveitarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: