Plata dagsins: Tilbury

25 Nóv


Tilbury er hljómsveitin hans Þórmóðs Dagssonar, aka „bróðir Hulla sem drekkur piss“. Góður dampur er í bandinu. Fyrsta platan Exorcise kom út í fyrra en nú er búið að kýla á aðra, Northern Comfort.
Í fréttatilkynningu segir: Northern Comfort inniheldur tíu lög sem fjalla meira og minna um veður og rómantík. Eða öllu heldur veðurbarða rómantík. Hljóðheimurinn er ýmist kaldur og stormasamur, eða hlýr og lygn. Þarna má finna angurværar ballöður, rokk og ról og meira að segja smá diskó. Þetta er svo allt saman bundið saman af einkennilegum hljóðheim sem gefur verkinu heildarmynd.
Tilbury verða með útgáfutónleika í Kaldalóni í Hörpu þann 28. nóvember nk. og aðra daginn eftir á Græna hattinum á Akureyri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: