Plata dagsins: Grís lappar Megas

14 Nóv

grisa_vinyl
Grísalappalísa – Björg
Grísalappalísa, sem gaf út plötuna ALI í sumar, vakti mikla athygli á síðustu Airwaves og hefur fengið jákvæða dóma frá viðurkenndum erlendum blaðamönnum. Í dag stendur mikið til hjá sveitinni. Ég gef þeim orðið: Hljómsveitin Grísalappalísa gefur út í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, litla vínyl plötu (7″ double-A single) sem ber nafnið Grísalappalísa syngur Megas. Hér heiðrar hljómsveitin verndara sinn og upprunalega andagift og leggur fram sínar eigin útgáfur af tveim tónsmíðum meistara Megas. Hið fyrra heitir Björg og kom upphaflega út á hljómplötunni Loftmynd árið 1987, en seinna lagið, Ungfrú Reykjavík, kom út á hljómplötunni Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella árið 1990. 
Í tilefni útgáfunnar, sem hljómsveitin stendur á bak við, mun eiga sér stað útgáfuhóf annað kvöld (fimmtudaginn 14/11/2013 í plötubúðinni Lucky Records á Rauðarárstíg á milli 20:00 og 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum.
Þess má til gamnis geta að hljómplatan var tekinn upp á einum degi, „læf“ í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar, Járnbraut. Upptökustjóri var Albert Finnbogason, en Finnur Hákonarson sá um hljómjöfnun. Ljósmynd á kápu á Magnús Andersen en umslagsskrift á Tumi Árnason. Einnig má geta að þetta er fyrsta hljóðritun Grísalappalísu sem 7-manna sveitar, en Rúnar Örn Marínóson hóf leik með sveitinni stuttu eftir útgáfu breiðskífunnar ALI.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: