Plata dagsins: Drangar

10 Nóv


Eins og allir vita hafa skeggaparnir Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns sameinast undir nafninu Drangar. Samnefnd plata er komin út. Ákveðið veggplatta-þema er í umslaginu og er það vel. Lögin eru eftir þá alla og virðast hafa fæðst í djammi og pælingum. Þetta er músík sem þú ræktar í huga þér, við fyrstu hlustun finnst þér lögin etv vera algjörir sprotar en áður en þú veist af hefur platan vaxið þér yfir höfuð og þú ert farinn að tína appelsínur af henni (ég myndi segja að þessi myndlíking fái allavega 7 á munnlegu prófi í bloggað um plötur námskeiði endurmenntunarstofnunnar). Lagið Bál (hér að ofan í bráðskemmtilegri læfútgáfu á Rás 2) er þó hið mesta skronster og verður strax við fyrstu hlustun norskt jólatré.

Drangar eru einskonar Travelling Wilburys Íslands og það er ágætis samkvæmisleikur að ræða hver sé Harrison, Lynn, Dylan, Orbison og Petty. Flokkurinn flækist nú um landið og er reyndar í miðjum klíðum. Skoðið vandaða heimasíðu Dranga til að athuga hvort tríóið sé að koma til þín.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: