Nokkrar rokkbækur sem ég las

10 Nóv

5rokkb
Las Who I am, sjálfsævisögu Pete Townshend. Hún er góð, djúpur gaur þessi kall og hann fer djúpt í sitt stöff. Fyrri hlutinn er náttúrlega hrikalega gott stöff, en svo fer þetta að missa flug upp úr 1980 og maður nennir varla að lesa um einhverjar deadboring sólóplötur frá 10. áratugnum. 3 stjörnur.

Nú er ég langt í frá einhver Patti Smith aðdáandi en bók hennar Just Kids er hreinlega frábær (4 stjörnur). Þar segir af því hvernig hún fótar sig á listabrautinni í NYC sixtís og upp og nánum kynnum hennar af Robert Mattlethorpe. Þetta er bók sem hreinlega hvetur til lista.

Kim Fowley er undarlegur karakter í poppinu. Býr í LA og byrjaði leit fiftís að semja lög og hefur alltaf staðið í því. Frægastur er hann fyrir að setja saman kvennabandið The Runaways. Stutt ævisaga í vasabroti heitir Lord of Garbage og er gefin út af Kicks. Þarna er blandað saman texta og ljóðum. Þessi bók er reyndar bara fyrsta bókin af ævisögunni (held þær eigi að vera þrjár svona vasabrotsbækur) en er svo skemmtileg að ég fæ mér ábyggilega hinar tvær (ef honum endist aldur, hann hefur víst verið á spítala og vesen). 3 stjörnur.

Bobby Keys er saxófónleikari sem er þekktastur fyrir samstarf sitt við The Rolling Stones. Hann á þó mun lengri feril sem nær alveg til fiftís. Þetta er valinkunnur sukkbolti og bókin heitir Every Night’s a Saturday Night. Ég bjóst við miklu meira því þessi bók er frekar illa skrifuð og blóðlaus. Svo man karlinn gloppótt og það sést. 2 stjörnur.

Að lokum er það Shell Shocked, ævisaga Howard Kaylan, sem varð frægur með The Turtles og starfaði síðan með Frank Zappa og Flo & Eddie. Það skín í gegn að þessi gaur er frekar slísí og ekki alveg að höndla lífsferil sinn. Þetta er þó skemmtileg bók og upplýsandi. 3 stjörnur. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: