Köflóttur heimur

9 Nóv

886765_666621660038618_494749135_o
Þetta er mynd af mér  í beinni hjá Loga í gær. Humar Linduson Eldjárn var vitanlega ánægður með skyrtuna (Old Navy 12$). Ég ætlaði reyndar að kaupa mér einhverja aðra skyrtu í gær til að fara í í þáttinn af því hvítt gerir mann svo feitan í sjónvarpinu. Gekk búð úr búð en það var allsstaðar sama sagan: bara til köflóttar skyrtur sem minna á viskustykki. Þegar ég hugsa út í það þá held ég að í öllum fatabúðum heimsins hafi bara verið til köflóttar skyrtur svona sl. 2 ár. Ef ekki köflóttar þá  í mesta lagi einlitar eða gallaskyrtur. Ég fer nú ekki í gallaskyrtu fyrr en mér verður boðið í Kaleo.

Nú hef ég ekkert á móti köflóttum skyrtum, per se, nenni bara ekki að vera eins og allir aðrir. Tja, reyndar á ég eina köflótta skyrtu, sem ég fer stundum í til að blend in.

Er þetta ekki sláandi dæmi um einsleitnina sem tískuheimurinn treður upp á okkur? Pú á tískuheiminn!

3 svör to “Köflóttur heimur”

 1. MFG nóvember 9, 2013 kl. 11:29 f.h. #

  Hér kemur bókmenntaspurning: Getur það verið að þú hafir lesið Tom Swift bækurnar þegar þú varst strákur og haldið upp á persónu sem var matsveinn frá Texas og gekk alltaf í mjög skræpóttum Hawaii skyrtum og sagði „Brennimerkið steikarapönnuna mína“ og annað álíka?

  • drgunni nóvember 9, 2013 kl. 12:31 e.h. #

   Kannast ekki við kauða því ég var meira í Bob Moran bókunum.

 2. lesbókin nóvember 11, 2013 kl. 10:16 e.h. #

  Þú ættir að sjá ástandið hér í Skotlandi…ég ældi köflóttu þegar ég kom úr tískubúð um daginn hver einasta flík er köflótt og þá er ég ekki að tala um túristabúðirnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: