Plata dagsins: Sveinn Guðmundsson

6 Nóv

Fyrir herra Spock, MacGyver og mig
Sveinn Guðmundsson – Góðir hlutir
Fyrir herra Spock, MacGyver og mig er fyrsta plata Sveins Guðmundssonar. Eins og heyrist er um að ræða lagræn kassagítartónlist með áleggi og fínum íslenskum textum. Sveinn ætlar að kynna plötuna með útgáfutónleikum nú á morgun í Gamla Vínhúsinu í Hafnarfirði (fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 20:00). Það er FRÍTT inn!

Um verkefnið og sjálfan sig segirí fréttatilkynningu: Sveinn hefur ekki haft hátt um sig þar til nú þó hann hafi verið í ýmsum bílskúrsböndum og karlakórum í gegnum tíðina. Hann á ekki langt að sækja tónlistaráhugann en faðir Sveins, Guðmundur Sveinsson gaf út þrjár hljómplötur með kennarasveitinni Randver.
Tónlistin á plötunni samanstendur af lágstemmdri gítarmúsík með sjálfspeglandi textum. Sveinn syngur um magaólgur, grímuböll, frændur, klukkur, feluleiki, ketti, skugga, sár og sjálfan sig. Lögin byggjast upp á gítar og söng en eru studd af kontrabassa, básúnu, ritvél, melódiku og einstaka rafmagnsgítar og rafbassa. 
Platan var tekin upp að mestu leyti í hljóðveri Magnúsar Leifs Sveinssonar í Hafnarfirði og kláruð í nýju hljóðveri hans og Þórhalls Stefánssonar, Aldingarðinum. Auk þess að stýra upptökum kom Magnús Leifur einnig að hljóðfæraleik og bakröddum og Kristján Hafsteinsson lék á kontrabassa í þrem lögum. Kristmundur Guðmundsson, Örn Ragnarsson og Gunnlaugur Sveinsson mynduðu svo karlakór í einu lagi en þeir eru bróðir, stjúpi og föðurbróðir Sveins.
„Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ má finna í plötu- og bókabúðum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Fleiri lög má svo heyra hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: