Þetta er Alheimurinn!

4 Nóv

alheimurinnjpg500
Alheimurinn! með Dr. Gunna og vinum hans er komin út. Þetta er önnur (barna)plata Dr. Gunni og vina hans, en sú fyrri, Abbababb!, kom út árið 1997. Alheimurinn! er svipað uppbyggð og Abbababb! – Inniheldur léttleikandi lífsglöð popplög með texta sem sækja í hugarheim og umhverfi barna. Lögin sömdu Dr. Gunni og Heiða Eiríks. Upptökur fóru fram með Björgvini Ívari Baldurssyni í Geimsteini í Keflavík í sumar, en það er einmitt Geimsteinn sem gefur út. Það eru fjórtán lög á plötunni:

1. Alheimurinn!
Platan hefst (eðlilega) á titillaginu. Það er eftir Dr. Gunna og er einbeittur glam-rokkari og vangaveltur um alheiminn (þar sem við búum) og tengsl hans við skinkuhorn (sirka).

2. Glaðasti hundur í heimi
Þú hefur e.t.v. heyrt þetta lag, sem Friðrik Dór Jónsson syngur. Einhver fullyrti nýlega að lagið væri „Stairway to Heaven leikskólanna“. Þess má geta að tvöhundruðþúsundasti áhorfandinn að laginu á Youtube fær fullan poka af beinum í verðlaun.

3. Sófinn gleypti mömmu og pabba
Lag sem ég (Dr. Gunni) samdi undir stýri á milli þess sem ég keyrði son minn á fótbolta- og tækwondo-æfingar (þ.e. aðallega á Ægissíðu og á Nesvegi). Textinn fjallar um sjónvarpssjúka foreldra sem liggur á að koma syni sínum í bælið og þess má geta að mínir eigin foreldrar koma fram í laginu. Áður hafði móðir mín komið fram í laginu Til ama mömmu (aka „Hættu að stríða hundinum“) á safnplötunni Mykistäviä välikohtauksia (Bad Vugum 1993), en þetta er fyrsta platan sem pabbi kemur fram á.
(Læf í Logi í beinni) (einn í Pálsson og litla)

4. Krummi á staur
Gríðarlega gott popplag eftir Heiðu sem hét upphaflega Kastaníuhnetur. Nýr texti eftir mig fjallar um það að fara í skólann á köldum og myrkum morgni. Það er Heiða sjálf sem syngur.

5. Brjálað stuðlag
Lag og texti eftir mig. Lagið varð til eftir að ég sá Gylfa Ægisson í RÚV-móttökunni og ég hafði samið það þegar ég var búinn að keyra niðrí World Class Laugum. Þetta er rándýrt lag enda koma Fýlustrákurinn, Mugison, JFM, Bjartmar og Sóli Hólm fram í því. Fýlustrákurinn kom einnig fram á Abbababb! í laginu Hr. Rokk og Fýlustrákurinn. Þær stórfréttir gerast nú að Fýlustrákurinn læknast með heilandi fushion-sólói frá JFM.
(læf í Þriðjudagsþættinum)

6. Gubbuhesturinn
Þarna er síðasta lagið í Youtube-trílógíunni komið. Þetta er eina teknólagið á plötunni og líklega klikkaðasta lag sem ég hef samið. Við hliðina á því er Gangnam Style John Cage. Það er Stefán Örn Gunnlaugsson (Buff / Íkorni) sem sá um prógrammeringu. Leitað var til teymis dýralækna til að svara knýjandi spurningum lagsins og hafði Guðrún Bjarnadóttir, fv. mágkona mín, milligöngu þar um.

7. Ræ ræ ræ
Lag eftir Heiðu en ég og Heiða gerðum textann, sem fjallar um ungan dreng í sjávarþorpi. Það er sjálfur Jóhann Helgason (Change, Þú og ég, o.s.frv) sem syngur lagið á stórfenglegan hátt.

8. Besti vinur minn er geimvera
Lag og texti eftir Heiðu en ég stakk upp á Ramones útsetningunni. Þau sem syngja dúett í laginu eru Haukur „Morðingi“ og Steinunn „Dj, Flugvélar og geimskip“. Í lok lagsins kemur smá nýaldarlegur geimsýrukafli þar sem minnst er á Kára svan.

9. Boltinn minn
Lag og texti eftir mig. Þetta er svokallað iðnaðarrokk (The Cars, Journey, Start) með texta um það að taka ekki ábyrgð á mistökum sínum (og þess vegna er lagið í raun um gerendur bankahrunsins!)

10. Ég elska flugur
Lag og texti eftir Heiðu. Útsetningin tók snemma á sig ansi Stónsaðan blæ svo það þótti upplagt að fá Helga Björnsson til að syngja lagið. Það gerir hann af snilld.

11. Gluggaveður
Heiða gerði textann og ég gerði lagið við textann. Snarhressandi ska-stuð sem Heiða syngur.

12. Frekjudósin
Lag og texti kom þegar ég dvaldi með Heiðu í listamannakofa í Hveragerði. Það er því eðlilega smá Skímó í þessu en útsetningin er „girl-group“ sánd örlí sixtísins. Lóa Hjálmtýs úr FM BELFAST syngur lagið af innlifun og innsæi.

13. Tærnar
Lag og texti eftir mig um uppreisn tánna og hlutverk þeirra í alheiminum. Þetta lag er einskonar konseptverk í þremur hlutum en samt popp. Þetta er líka fjölskyldubisness því tærnar eru leiknar af börnunum mínum, Lufsunni, frænku krakkanna minna og syni Heiðu og Elvars.

14. Ljúfsár lokalag
Titill lagsins segir allt sem segja þarf um þetta lag. Þetta er eftir mig (textinn saminn á Hornströndum í sumar).

Ég söng og spilaði á bassa aðallega, smá gítar líka; Heiða söng; Elvar Geir spilaði á gítar og eitthvað meira, Kristján Freyr trommaði og lék náttúrlega Dr. Kristján, dýralækni. Baldur Guðmundsson (úr Box!) spilaði öll hljómborðin á plötunni nema þau sem sonur hans, Björgvin Ívar spilaði í skjóli nætur. Það var Rán Flygenring sem teiknaði myndirnar, bæði umslagið og svo í videóunum. 

Svo nú veistu hvað Alheimurinn! er. CDinn fæst þar sem CD fást og tonlist.is selur diskinn í niðurhaldi.

Hér eru svo nokkrar myndir frá upptökunum:
2013-06-02 13.07.24
Pulsuvagninn hjá Villa og Ingu var mikið tekinn.

2013-06-01 09.51.27
Björgvin Ívar Baldursson, upptökuséní.

1013950_10151673379770479_1212972257_n
Grunlaus…

2013-06-26 16.52.27
@ Súðavík

2013-06-03 11.33.32
Elvar hamast á gítar, Addi aðstoðarmaður fylgist með.

1003976_10151448635070841_1648421085_n
Vókall Jóa Helga á plötunni er oooosommm.

548898_10151505654990841_1323181304_n
Helgi rúllaði þessu upp.

976658_10151493706015841_1960848540_o
Sóló!!!

1072433_10201910719036520_277953890_o
Bjartmar mætti nú bara til að fara í stúdíóið á eftir okkur en var fullnýttur í þessar 3 mínútur sem við áttum eftir.

1008787_10201894052859876_258585112_o
Það er mjög mikið klappað á Alheiminum!

1026141_10201721566947836_393734939_o
Steinunn og Haukur í svaka stuði (þannig), Heiða líka.

7 svör to “Þetta er Alheimurinn!”

 1. Óskar P. Einarsson nóvember 5, 2013 kl. 9:43 f.h. #

  Kaupi þetta. Ekki eins og maður geti nú annað, ha…

  • drgunni nóvember 5, 2013 kl. 3:27 e.h. #

   Þetta er líka ógeðslega góð plata!!!

 2. Óskar P. Einarsson nóvember 9, 2013 kl. 1:07 e.h. #

  Þetta hefur rækilega slegið í gegn hjá frumburðinum. Gott að fá þig til baka í bloggið aftur, b.t.w.!

 3. Matti nóvember 11, 2013 kl. 10:58 f.h. #

  Keypti diskinn í Perlunni, 7ára, 4ára og 1 1/2árs. Vinsælasta lagið, Sófinn Gleypti Mömmu og Pabba, og eftir að 4ára fékk vott af gubbupest, skaust Gubbuhesturinn upp listan og er nú mest sungna lagið. Sófinn ennþá mest spilað.

  Frábær plata

  • drgunni nóvember 11, 2013 kl. 2:20 e.h. #

   Frábært að heyra, takk takk!

Trackbacks/Pingbacks

 1. Blogg af gamla skólanum | DR. GUNNI - desember 20, 2013

  […] dagskrá, skilst mér. Ég ætla að taka þennan pakka. — Hinni stórfenglegu (barna)plötu ALHEIMURINN! gengur vel í jólaplötuflóðinu. Við Heiða höfum verið að spila og árita í mollunum sl. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: