Snarl 2

14 Okt

snarl2

Áfram heldur stafræn endurútgáfa af afurðum Erðanúmúsíkur. Nú er komið að safnkassettunni Snarl 2 – Veröldin er veimiltíta þar sem 15 atriði komu fram með 2 lög hvert. Fyrsta Snarl-spólan hafði gengið vel svo það var um að gera að koma með aðra spólu. Ég man náttúrlega mest lítið um þessi bönd öll en þó þetta:

* Sogblettir eru þekkt stærð og pönkast hér hresst.
* E-X spiluðu gáfumannarokk í anda R.E.M. Innanborðs voru m.a. Pétur Hallgrímsson og Davíð Magnússon. Hljómsveitin kallaði sig fyrst Professor X og lét framleiða smáskífu í Svíþjóð sem kom aldrei til landsins og er því líklega týndasta plata Íslandssögunnar.
* 16 Eyrnahlífabúðir. Reykjavíkurband held ég.
* Daisy Hill Puppy Farm með tvö lög í viðbót úr upprunalegu Jói, Stebbi, Óli-útgáfunni.
* Yesminis Pestis. Annað Rvk-band.
* Óþekkt andlit frá Akranesi. Orri Harðar, Pétur Heiðar o. fl.
* Múzzólíni. Unghressir að vanda.
* Sykurmolarnir voru funheitir þegar þetta var og í samningaviðræðum. Hitti Einar Örn í miðbænum og hann sagði að ég mætti nota þessar tvær læftökur (Káboj og Veik í leikföng) ef ég breytti nöfnunum í Mykjan og Skalli. Eitthvað samningsatriði.
* Blátt áfram innihélt hálfsystur Bjarkar, Ingu, sem var vitanlega stórt sellingpoint erlendis. Því miður kom ekkert meira frá þessu ágæta eitís-indie popp bandi.
* Bleiku bastarnir í hressum fíling.
* Qtzjí Qtzjí Qtzjí komu frá Keflavík og áttu rætur í sveitinni Vébandið.
* Balli og Blómálfarnir frá Reykjavík í miklum bílskúrsgír.
* Gult að innan frá Ísafirði.
* Mosi frændi níðist á Bubba. Mig minnir jafnvel að það hafi þótt „ferskt“ 1987.
* S. H. Draumur með átteiks. Glæpur gegn ríkinu var tekið upp á sama tímu og Helmút á mótorhjóli (Drap mann með skóflu-útgáfan) í Stúdíó Stöðinni með Axel Einarssyni. Ég man ekki margt en man þó að honum fannst bandið ekki ósvipað Icecross sem hann hafði verið í 1972-73. Á þessum tíma vissi ég ekkert hvað Icecross var svo ég tók þessu lofi með fálæti.

Viðtökurnar voru fínar, sérstaklega eftir að sjálft Rolling Stone skrifaði um spóluna í sambandi við forsíðugrein um Sykurmolana. Fólk var að panta þetta erlendis frá. Einn af þeim sem skrifaði og vildi frítt eintak var Kim Fowley, sem ég vissi náttúrlega ekkert hver var á þessum á tima heldur. Held ég hafi samt sent honum eintak.

Hér er Snarl 2 – Veröldin er veimiltíta í allri sinni bjöguðu dýrð.

Og hér er svo fyrsta Snarl kassettan.

6 svör til “Snarl 2”

 1. Óskar P. Einarsson október 16, 2013 kl. 11:10 f.h. #

  Alveg frábært stöff og nauðsynleg tilbreyting í yfirþyrmandi leiðinlegu nostalgíu-runki sem tröllríður öllu í dag (Hörpu-sjóvin, rás 2, …). Get ekki beðið eftir að heyra Snarl 3 aftur, hlustaði á þetta alveg í mauk ’91-’92.

 2. Kolbeinn október 20, 2013 kl. 10:17 f.h. #

  Hafðu kærar þakkir fyrir þetta.

 3. ThankYou desember 6, 2013 kl. 9:18 e.h. #

  Hi, Thanks for sharing this but archive contains same archive inside so it’s 400MB instead of just 200, tho would let you know. Thanks again!

 4. Óli H september 25, 2014 kl. 7:25 f.h. #

  Takk takk kærlega Gunni fyrir þetta. Ég átti einmitt fyrstu snarlspólurnar tvær og þær voru spilaðar þartil þær voru ekki spilanlegar meir.

Trackbacks/Pingbacks

 1. Snarl 3 | DR. GUNNI - ágúst 23, 2014

  […] Rúllustiginn (1984)Snarl (1987)Snarl 2 (1987) […]

 2. Erðanúmúsik | Erðanúmúsik - september 27, 2014

  […] E12    SNARL II – VERÖLDIN ER VEIMILTÍTA! Safnspóla með Sogblettum, E-X, 16 eyrnahlífabúðum, Daisy hill puppy farm, Yesminis pestis, Óþekkt andlit, Múzzólíní, Sykurmolunum, Blátt áfram, Bleiku böstunum, Qtzjí qtzjí qtzjí, Balla og blómálfunum, Gult að innan, Mosa frænda og S.H.Draum. Gefin út 1987. Sirka 300 eintök. Meira hér. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: