Þrjú flott gos

10 Okt

luscombe
Ég datt niður á LUSCOMBE COOL GINGER BEER í Melabúðinni. Þetta er enskt engifergos, blandað sítrónu frá Sikiley (segja þeir) og sykrað með reyrsykri. Alveg fínt, en ekki alveg laust við sápubragð. Ég bind vonir við HOT útgáfuna sem þeir framleiða en ég hef reyndar ekki séð í Melabúðinni ennþá. Þrjár stjörnur!tassoniwahahakvass
Kvass er austantjaldsdrykkur, sem maður fær stundum í pólsku búðunum hér. Þetta er nokkurs konar Malt, bara miklu verra – ég hef eiginlega aldrei fengið almennilegt kvass. Hjalli frændi kom með kínverskt kvass, sem er vægast sagt frábrugðið því pólska. Það heitir WAHAHA KVASS og er dísætt. Bragðið er   2/10 malt, 2/10 Sprite og 6/10 ananasdjús. Ég kom nú alveg flöskunni í mig, en ekki var það nú æðislegt – alveg 2 stjörnur samt!

Heiða færði mér TASSONI CEDRATA, ítalskt gos sem hún keypti í Berlín. Þetta er ekki nema 18 cl og kemur í rosa töff rifflaðri flösku, sem ég er búinn að vaska upp og mun eflaust nota undir smáblóm. Ekki skemmir fyrir að þetta er rosa fínt á bragðið, einhvers staðar á milli sprite og cream soda, dísætt og ljúffengt. Fjórar stjörnur!

2 svör to “Þrjú flott gos”

  1. Ragnar Ómarsson október 10, 2013 kl. 11:31 e.h. #

    Ég mæli með LIMCA frá Indlandi. Drykkur sem er „Very very ‘LIME N LEMONI“ eins og Indverskar auglýsingar segja. Þá hampa þeir því einnig að drykkurinn sé „artificial only“.

    http://www.lastappetite.com/limca/

    • drgunni október 11, 2013 kl. 8:30 f.h. #

      Hljómar vel og töff flaska!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: