Eðalbíó: Róbert Douglas snýr aftur

26 Sep


Já góðan daginn! Þá er það stóri dagurinn, RIFF byrjar í dag. Stútfull dagskrá af eðalræmum og um að gera fyrir allt hugsandi fólk að kynna sér úrvalið á riff.is eða með því að næla sér í bækling (liggur út um allan bæ). Nú eða koma í upplýsingamiðstöðina í Tjarnarbíói.

Opnunarmyndin er This is Sanlitun, nýjasta mynd Róberts Douglas. Hann gerði eina albestu mynd lýðveldisins árið 2000, hina stórfenglegu Íslenski Draumurinn þar sem „Tóti“ fór á kostum sem hinn sanníslenski lukkuriddaralúser. Þessi týpa gengur nú aftur í Kína (landi tækifæranna í dag) í myndinni This is Sanlitun (Sanlitun er hverfi í Peking). Þetta er fyrsta mynd Róberts á ensku og var frumsýnd á TIFF (Toronto) fyrir nokkrum vikum. En sem sé frumsýning á Íslandi í kvöld. Einhvers staðar sá ég skrifað um myndina að hún væri útkoman úr því ef meðlimir Spinal Tap hefðu ákveðið að fara út í viðskipti frekar en þungarokk á tímum fyrstu Woody Allen myndanna… Það er alveg ásættanleg lýsing til að kveikja á áhuga-hreyflunum manns. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: