Eðalbíó: pönkfrumkvöðull og hommaklám

24 Sep

Ein myndin á RIFF heitir Gerontophilia, eða Gamlingjagirnd á íslensku. Hún fjallar um ungan mann sem hrífst af gömlum körlum. Myndinni hefur verið líst sem „gay-útgáfunni af Harold & Maude“.

Leikstjórinn Bruce LaBruce er mikið legend í bæði homma- og pönkheimum, því hann mun ásamt vini sínum hafa skapað hið svokallaða Queercore: þar sem pönk og „öðruvísi lífsstíll“ rann saman á 9. áratugnum.

Bruce fór svo út í kvikmyndagerð og hefur verið að gera tvær útgáfur af myndum sínum: Eina listræna, aðra hardkor hommaklám. Þetta er frekar extrím stöff eins og kemur í ljós ef þú prófar að mynda-gúggla nafn leikstjórans. Ekki kenna mér um það samt ef þú verður fyrir áfalli af því að sjá allar þessar standpínur. Beindu frekar máli þínu til leikstjórans því hann kemur og verður með Q&A á eftir sýningu Gamlingjagirndar í Háskólabíói 30. sept kl. 21:30.

Gamlingjagirndin er annars sauðmeinlaus og engin hardkor útgáfa til, það best ég veit. Hér er smá sýnishorn:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: