Eðalbíó: Sænskar stelpur spila pönk 1982

23 Sep


Lukas Moodysson er algjör snillingur eins og Fucking Amal, Til sammans og Lilya 4-ever eru til vitnis um. Nú er hann að koma á RIFF með glænýja mynd, Við erum bestar! sem fjallar um pönkstelpur í Svíþjóð 1982. Af treiler að dæma er þetta algjör fíl-gúddari og möst sí. Lukas er einn af heiðursgestum RIFF í ár (þetta veit ég af því ég er að vinna hjá RIFF í plögginu) og fær sérstök heiðursverðlaun (Verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi) frá Hr. Borgarstjóra á föstudaginn.

Svíin góði situr svo fyrir svörum á eftir Við erum bestar! sem hefst kl. 18:15 á laugardaginn og verður með svokallaðan Masterklassa í Tjarnarbíói kl. 12 í hádeginu núna á föstudaginn. Það er ókeypis inn á masterklassan og um að gera að mæta og heyra hvað meistarinn hefur að segja. Miðað við viðtölin sem birst hafa við hann upp á síðkastið er þetta gríðarlega hress náungi.

Allt sem þú vilt vita um RIFF er svo á riff.is og í upplýsingamiðstöðinni í Tjarnarbíói.

3 svör til “Eðalbíó: Sænskar stelpur spila pönk 1982”

 1. Óskar P. Einarsson september 23, 2013 kl. 4:08 e.h. #

  Jamm, hann er ansi seigur í fílgúddurunum (nema Lilyu, auðvitað!) – Maður reynir nú að mæta á þetta

  • Ingimar september 23, 2013 kl. 8:32 e.h. #

   A Hole In My Heart og Mammoth voru nú varla neinar fílgúddmyndir heldur.

   • drgunni september 24, 2013 kl. 9:14 f.h. #

    Lukasinn rokkar á milli fílgúdd og fílbad. Ekkert að því!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: