Eðalbíó: Tónlistarmyndirnar á RIFF

19 Sep

Í dag er vika í RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík.  Á þessari tíu ára afmælishátíð er boðið upp á hvílíkt veisluborð að manni entist varla árið til að sjá þetta allt. En maður hefur 10 daga! Það því um að gera að byrja að undirbúa sig og hvaða staður er betri til þess en netið og dagskrá hátíðarinnar.

Músíkheimildarmyndir hafa oft verið áberandi á RIFF og í ár eru þrjár myndir sem falla í þennan flokk:


MISTAKEN FOR STRANGERS
Bróðir söngvarans í The National er þungarokkari og ekki alveg að ná bandi bróður síns. Hann er líka kvikmyndagerðarmaður og fær að fara með The National á túr.  “The funniest, most meta music movie since Spinal Tap,” segir Pitchfork!


Enzo Avitabile, Music Life 
Þetta er nýjasta mynd Jonathans Demme, sem gerði náttúrlega Talking Heads myndina Stop Making Sense (og Silence of the Lambs)! Þessi mynd fjallar um ítalska saxófónleikarann Enzo Avitabile og borgina Napólí.

http://vimeo.com/39627245
SOUNDBREAKER
fjallar um Kimmo Pohjonen, finnskan harmóníkusnilling og útúrflippaðan tilraunamann.

4 svör til “Eðalbíó: Tónlistarmyndirnar á RIFF”

 1. Gunnar Örn Stefánsson september 19, 2013 kl. 3:57 e.h. #

  Ekki gleyma Shut Up and Play the Hits sem er á dagskrá REFF í Bíó Paradís á laugardaginn (og „danspartý“ í kjölfarið). Einnig kemur tónlist mikið við sögu í Broken Circle Breakdown.

  http://bioparadis.is/2013/09/16/evropsk-kvikmyndahatid-dagskra/

 2. Gunnar Ragnarsson september 19, 2013 kl. 4:50 e.h. #

  http://bioparadis.is/2013/09/10/evropsk-kvikmyndahatid-2013-european-film-festival-iceland-effi-2013/

  Einnig eru tvær tónlistarheimildarmyndir á EFFÍ sem hefst í kvöld í Bíó Paradís sem eru líklega ekki síðri. LCD Soundsystem myndin á laugardaginn og leikin mynd um belgíska bluegrass gæja yfir hátíðina.

 3. Óskar P. Einarsson september 19, 2013 kl. 11:33 e.h. #

  Var ekki líka að koma einhver CBGB’s (leikin „heimilda“)-mynd?

  • drgunni september 20, 2013 kl. 10:57 f.h. #

   Veit ekki – Hún er allavega ekki á RIFF í ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: