Lagið í Hulla

6 Sep

bb7t
Ég var ekki alveg sannfærður um ágæti HULLA eftir fyrsta þáttinn, en eftir þátt númer tvö er ég alveg kokgleyptur fyrir snildinni. Tónlistin í þáttunum er ansi sniðug og vakti athygli mína. Þetta er eiginlega bara brot úr laginu Aldamótaljóð með Bjarna Björnssyni spilað aftur og aftur.

Strákarnir stíla lagið reyndar á pabba Ragga Bjarna í kreditlistanum („Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar“) sem er rugl. Ég hef bloggað um Bjarna Björnsson (sjá hér og hér) af því hann er algjörlega óþekktur nútímafólki. Hann fær líka gott speis í Stuði vors lands, enda einn fyrsti „poppari“ landsins. Gott að hann fái nú smá sýnileika í Hulla.

BJARNI BJÖRNSSON – ALDAMÓTALJÓÐ (Halldór Gunnlaugsson) – Upptaka Berlín 1931

UPPFÆRT: Eitthvað virðist þessi besserwissun í mér hafa verið illa ígrunduð því framleiðandi Hulla, Hr. Sigurjón Kjartansson hafði samband: Staðreyndin er að þessi tiltekna útgáfa sem spiluð er í Hullaþáttunum er sannarlega flutt af Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og er a.m.k 15 árum yngri en upptakan sem doktorinn gróf upp, enda geta menn heyrt muninn á versjónunum bæði í tempói og öðru. Ég er ekki viss um hver syngur en það er ekki víst að það sé Bjarni Björnsson. En þetta er vissulega sama lagið, en sumsé cover versjón af original útgáfu Bjarna Björns. Þetta veit ég því ég framleiði þættina og hef farið í gegnum allt ferlið. Og hana nú!

Hér kemur því rétt Hulla-lag!

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, Baldur Hólmgeirsson syngur – Aldamótaljóð

Lagið er á disknum Útvarpsperlur með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, sem ég á hérna upp í hillu og hefði betur skoðað áður en ég fór að þenja mig!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: