Smá nýmeti

27 Ágú

Menn og konur eru alltaf að búa til tónlist út um allan bæ. Hér er smá nýmeti:

Einar Lövdahl er nýgræðingur sem kom með fyrstu plötuna sína á dögunum, Tímar án ráða. Verkið inniheldur 10 lög og texta eftir Einar og var að mestu tekin upp í heimahúsum af vinum, Halldóri Eldjárn (Sykur) og Agli Jónssyni (Porquesí). Tónlistin er létt indípopp með fínum íslenskum textum. Athyglisvert dæmi.

artworks-000056319398-otpso9-t500x500
OJBA RASTA með nýtt lag – Einhvern veginn svona – Og svo nýja plötu í október. Það er ekkert verið að hanga yfir hlutunum hér, sem er stórgott!


Heimir Klemenzson hefur í sumar verið að taka upp sína fyrstu sólóplötu í hljóðsmiðjunni hjá Pétri Hjaltested. Fyrsta lagið er komið á Jútjúb!

Svo er það þessi:
Bláar raddir, umslag,
Út er kominn hljómdiskurinn Bláar raddir. Diskurinn inniheldur 10 lög Gísla Þórs Ólafssonar við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók Geirlaugs, Þrítengt sem kom út árið 1996.

Bláar raddir er önnur sólóskífa Gísla Þórs en hann hefur áður gefið út geisladiskinn Næturgárun undir flytjandanafninu Gillon og 5 ljóðabækur í eigin nafni. Hann er einnig bassaleikari í bandinu Contalgen Funeral sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra, Pretty Red Dress.
Hér er lagið Hringekjan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: