Krabbakjöt: Hinn ameríski Dr. Gunni?

25 Ágú

20130825_131100
Þrjár bandarískar konur buðu mér í löns í gær. Þeim fannst bara svona æðisleg túrista-bókin sem ég gerði fyrir nokkrum árum og vildu endilega hitta mig. Ég reyndi að vera voða skemmtilegur og landi og þjóð til sóma. Það verða allir að leggjast á eitt í túristavertíðinni, ha? Þær voru búnir að gera bakgrunns-tékk á mér, m.a. að leita að „Fart Song“ á Itunes. Því héldu þær að ég kæmi fram á ensku undir listamannsnafninu Crabmeat Thompson. Svo virðist vera að það sé einhver náungi sem kallar sig Crabmeat Thompson í barnalagabransanum. Enn vandast málið þegar það kemur í ljós að þessi Crabmeat er svo sem ekkert sláandi ólíkur mér:
smcrabmeatthompson
og enn verra er til þess að vita að Krabbakjötið er jú, með lag sem heitir The Fart Song

Stundum verður ruglið í veruleikanum alveg á pari við ruglið í draumunum.

5 svör til “Krabbakjöt: Hinn ameríski Dr. Gunni?”

 1. Óskar P. Einarsson ágúst 25, 2013 kl. 9:51 e.h. #

  Haaahahahahahha!! Þetta er með því fyndnara í langan tíma!

 2. Hanna Spjör ágúst 26, 2013 kl. 12:57 e.h. #

  Hvernig væri nú að notfæra sér ferðamannastrauminn, uppfæra túristabókina og gefa út sem rafbók á Amazon.
  Koma svo!….. 🙂

 3. Frambyggður ágúst 26, 2013 kl. 1:47 e.h. #

  Þetta er svo óraunverulegt eitthvað.

 4. Sveinborg ágúst 26, 2013 kl. 10:21 e.h. #

  Ég get staðfest það að þessar dömur voru ekkert smá ánægðar með hádegisverðinn með þér í gær. Þær fóru mjög sáttar af landi brott.
  Takk fyrir að vera hress og til í að hitta random túrhesta sem þær eru.

Trackbacks/Pingbacks

 1. Skrípaárið 2013 | DR. GUNNI - desember 25, 2013

  […] Daunill kaffistofa ársins: Kommentakerfi DV Drykkjubolti ársins: Mark E Smith á Paddy’s Sökkerar ársins: Kjósendur Lúserar ársins: “Vinstrimenn” daginn eftir kosningar Klöngur ársins: Hornstrandaklöngur Blómeyjar Vigdís ársins: Vigdís Finnbogadóttir (það er bara ein Vigdís í mínum huga) Tískusteitment ársins: Skópar Sigmundar Davíðs Hraun ársins: Gálgahraun Nammi ársins: Typpasleikjó Næstum því ársins: Íslenska karlalandsliðið í fótbolta Gjaldeyrissköpun ársins: Ben Stiller Nasa ársins: Broadway Seðill ársins: 10.000 kr Snilld ársins: Snjallsíminn minn Hápunktur menningarsögu þjóðarinnar ársins: Simpsons fara til Íslands Ritdeila ársins (eða ekki): Bubbi vs Leoncie Ræða ársins: Óttarr Proppé um rónann og íkornann Dýr ársins: Lemúrinn (t.d. fyrir Hljóma á Barmúda og pungígræðslu) Dr. Gunni ársins: Krabbakjöt […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: