Besti ís á Íslandi

17 Júl

Mikið Valdísar-æði hefur gripið um sig í sumar þrátt fyrir rað-rigninguna – eða kannski vegna hennar: F’ólk er að bæta sér sólarleysið með ísáti. Á öllum tímum (ísbúðin er opin á milli 11:30-23:30 út á Granda beint á móti Sjóminjasafninu) er bókstaflega röð út úr dyrum. Þó hefur verið tekið upp númerakerfi. Við vorum númer 07 í gærkvöldi en það var númer 60 þegar við komum. Þessi 46 á undan okkur voru ekki nema svona 20 mínútur að fá sinn ís og okkur bar öllum saman um að biðin hafi verið þess virði þegar við loksins réðumst á ljúffengan Vald-ísinn okkar. Ég man ekki eftir annarri eins velgengni, allavega ekki í ís-bransanum. Maður hálfvorkennir öðrum ísbúðum sem standa tómar á meðan brjálæðið skellur á Valdísi. Þegar fólk vandar sig uppsker það greinilega eins og til er sáð. Valdís er skínandi dæmi um það, enda hrottalega fínn ís í boði – sá langsamlega besti á stór-Reykjavíkursvæðinu.

2013-07-10 14.31.27
Fara þarf til Akureyrar til að finna sama íslega háklassann. Mörgum finnst Brynju-ísinn of mikið vatns-sull, en ekki mér. Ég get hesthúsað heilu gámunum án teljandi vandræða, enda æðisgenginn ís, Brynjuísinn.

_7s1a7ptliE4c3VPWj7CAU3-zBZk0R1yP8RgRKQ4jho
Ekki skemmir fyrir að við hliðina er hin skemmtilega forngripabúð Fröken Blómfríður. Þar fann ég tvær spennandi poppminjar, sjötommuna með Skapta og Konna og stílabók með Flowers framan á. Sigurjón Sighvatsson vantar á Flowers-myndina svo ég sleppti stílabókinni, enda einum of dýr á 2.300 kr (samt ekkert dýr náttúrlega). Skapti og Konni eru komnir í hús á kr. 2.500, enda ekki til á Spotify. Ilmandi mp3 hér að neðan.

2013-07-10 13.58.17
Ekki er hægt að heimsækja Akureyri án þess að keyra inn í Eyjafjörðinn í Jólagarðinn (nú er kominn rosa fínn Eplakofi á lóðina sem selur nammiepli og framúrstefnulegar vöflur) og svo Holtsel þar sem fæst besti ís á Íslandi, sjálfur Skyrís með íslenskum bláberjum. Hægt er að lækna skæðasta þunglyndi með dollu af þessum ís (sölustaðir). Ath fyrirvari: Ekki er tekin ábyrgð á virkni íssins við þungyndi.

Einnig má lækna ýmsa kvilla með Konna og Skafta, sjö tommu sem HSH gaf út 1959. Konni hafði þá þegar gefið út a.m.k. tvær plötur með Alfreð Clausen.

konni og skafti
Konni og Skapti – Í sveitinni
Konni og Skapti – Konni flautar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: