Hvíl í friði Jóhann G.

16 Júl


Jóhann G. Jóhannsson – Jói G – er látinn. Hann varð 66 ára. Jóhann var alltaf frábær í viðkynningu og tók manni alltaf sem jafningja. Þannig man ég eftir honum allar götur síðan 1982 þegar hann stóð fyrir fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og Svart hvítur draumur spilaði á fyrsta kvöldinu. Á svipuðum tíma var hann með plötubúð á Lækjartorgi þar sem maður kom stundum.

Undir það síðasta var hann með aðstöðu út á Granda þar sem ég heimsótti hann nokkrum sinnum. Í eitt skiptið til að taka viðtal við hann og Gunnar Þórðar. Þetta var í desember 2009 og þeir voru báðir að gefa út nýjar sólóplötur, höfðingjarnir. Í annað skipti keypti ég af honum Sun-útgáfuna af Óðmanna albúminu. Ég man að hann hrósaði kótilettunum í Melabúðinni í hástert.

Jóhann skilur eftir sig magnaðan lagabálk. Frábært er Óðmanna-stöffið frá 1970, sólóplöturnar og öll lögin sem hann gerði fyrir aðra. Hér að ofan er Spilltur heimur. Jóhann talaði í lausnum og því kom Betri heimur út á tvöföldu Óðmanna-plötu síðar sama ár. Hvíl í friði Jóhann G.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: