10 leiðir til að lifa daginn af

6 Júl

Ég reyni að gera helst bara það sem hefur eitthvað upp á sig. Til dæmis nenni ég ekki að kvarta yfir þessu hundleiðinlega veðri í sumar af því það breytist ekki neitt þótt ég kvarti yfir því. Sama með spillingarmál eins og það sem Gamli Góði og Séra Bleia eru sokknir í eða stjórnmálin. Þetta er það sem fólkið kaus. Alveg eins og hrunið var „fólkinu í landinu“ að kenna (af því það kaus alltaf eins og asnar) þá er ástandið núna „fólkinu í landinu“ að kenna. Ég hreinlega nenni ekki að æsa mig yfir því sem ekkert hefur upp á sig nema einhvern pirring. Sumu fólki finnst gaman að vera pirrað og ok, fínt. Ekki að ég sé fylgjandi algjöru fljótandi að feigðarósi dæmi, ég nenni bara ekki að vera í sífelldum pirringi út af því sem breytist ekki neitt þótt ég sé pirraður yfir því.

En allavega. Enn einn rigningardagurinn (ekkert pirr!). Ég lagði á stað í langa hjólareisu en snéri strax við, hjólaði út í Hagkaup og keypti mér matvinnslurjóma. Bestur í kaffi (Starbucks House blend þessi í grænu pokunum frá Kosti, lang besta stöffið). Þetta er bara svona dagur, eitthvað helvíti gott flatmag og kósí og dandal í bænum (þar er nóg að ske: T.d. eru Steinn og Trausti að selja tónlistarstöff í Kolaportinu, Flóamarkaður númer 2 er í Bíóparadís, er svo ekki eitthvað matarmarkaðsdæmi á Lækjartorgi, sirkus í bænum og allskonar stuð).

Vilji maður ekki fara út úr húsi, eru hér 10 leiðir til að lifa daginn af:

Hlusta á glænýtt viðtal Marc Marons við Nick Cave. (Skemmtilegt viðtal þótt Marc sé dálítið vitlaus)

Hlusta á bestu útvarpsstöð í heimi (læf eða af lager)

Hlusta á íslenska veðurfréttakonu prumpa í beinni (klassík)

Horfa á Oil City Confidential, skemmtilega heimildarmynd um Dr. Feelgood (e. Julian Temple)

Horfa á Buddy Holly í mjög góðu stuði hjá Ed Sullivan (sem var leiðindagaur)

Horfa á teiknimyndina The Murry Wilson Show (um pabba Beach Boys (og Lennons og Jacksons) – í 4 hlutum!)

Lesa um mann sem fann sér eitthvað  fáránlegt að gera (eða er það kannski ekkert fáránlegra en hvað annað?)

Horfa á heimildamynd um Stiff Records (heimili Madness, Elvis Costello etc – í nokkrum hlutum)

Skoða frekar krípí myndir af barna/fullorðinstenntum hauskúpum (ég sagði að þetta væri krípí)

Hlusta á ótrúlegt magn af pönki og nýbylgju sungnu af kvenfólki (frá öllum heiminum!)

Já, eða bara hanga á Facebook í allan dag.

Ok bæ.

2 svör til “10 leiðir til að lifa daginn af”

  1. Sigurjón júlí 7, 2013 kl. 2:10 f.h. #

    Ég er búinn að hlusta á WFMU í nokkur ár núna, eða síðan ég flutti í nágrenni við höfuðstöðvarnar. Hef mest megnis hlustað á Liz Berg, Irene Trudel, Scott Williams, This Is The Modern World, Ken, Duane, og Irwin.

    Hvaða þætti hlustar þú mest á (og mælir þ.a.l með)?

    • drgunni júlí 7, 2013 kl. 5:38 f.h. #

      Mest finnst mér um vert að geta alltaf treyst á að stöðin færi mér eitthvað óvænt og gott. Annars er ég mest fyrir pönk og beat þættina Cherry Blossom Tree með Terre T og Teenage Wasteland með Bill Kelly og tónlistar-antik-þáttinn Antique Phonograph Music Program. En eins og ég segi: Þetta er nánast allt gott.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: