Afríka og Bellstop

2 Júl

Það eru alltaf að koma út allskonar plötur. Hér er smá um tvær:

Einar-Afrika
Einar Þorgríms – Afríka
Einar Þorgríms hefur gert þema barnaplötuna Afríka – Söngur dýranna, þar sem hann nýtur liðsinnis útsetjarans Gímaldins. Beðinn um að kynna sjálfan sig, Einar skrifaði eftirfarandi:

Ég er fæddur í Norðurmýrinni 1949. Við hlið okkar – á Mánagötunni bjó Árni Ísleifs tónlistarmaður með fjölskyldu. Dóttir þeirra – Soffía – var og er jafnaldri minn og því lékum við krakkarnir okkur saman á götum hverfisins. Gott samband myndaðist sérstaklega milli Soffíu og eldri systir minnar Sigríði Önnu – sem endaði með því að stofnað var tvíeykið Anna Sigga og Soffía – sem sungu nokkur barnalög inn á plötu. Þekktast er líklega “Komdu niður”. Líklega hefur sá atburður orðið til þess að allir okkar fjölskyldumeðlimir fengu mikinn áhuga á dægurtónlist. Litli bróðir minn, sem lést 2009  – Ragnar L.Þorgrímsson – lærði píanóleik og píanóstillingar og gat sér gott orð á þeim vettvangi. Hann fluttist síðar að Litlu Laugum í Reykjadal sem tónlistarkennari og síðar til Húsavíkur – þar sem hann bjó seinni hlutar æfi sinnar. Á báðum stöðunum stjórnaði hann kórum – lék sem undirleikar hjá ýmsum söngvurum – ferðaðist tvisvar á ári um Norðurland og stillti flygla og píanó. Synir hans tveir hafa getið sér gott orð í tónlistinni – þeir Snæbjörn og Baldur í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum.

Það er frá mér sjálfum að segja – að 16 ára fór ég að glamra á píanó heimilisins og setja saman lög. Aldrei nennti ég þó að læra píanóleik – eða læra á önnur hljóðfæri enda slæ ég einungis hljómaganginn á gamlan orgelskrjóð sem ég á – undir laglínurnar sem ég er að semja í það og það skiptið.

Litli bróðir, Ragnar, setti upp tvo söngleiki eftir mig með samkennurum sínum og nemendum í samkomuhúsinu að Litlu Laugum – við góðar undirtektir hjá heimamönnum. Söngleikirnir hétu “Hæ, hæ og hó, hó – Tröll erum við” og Gorri galdramaður”.  Ef til vill set ég þá einhvern tíma á diska eða kem þeim á fjalirnar.

16 ára skrifaði ég mína fyrstu barna- og unglingabók “Leynihellirinn” sem ég gaf út sjálfur 1970 og náði að selja fyrir kostnaði.

Bækurnar urðu fimm – og ein þeirra náði hæstu hæðum unglingabóka árið 1971. Hún bar titilinn “Leyndardóma eyðibýlisins”og seldist gríðarvel.

Ýmsir leggja Einari lið á Afríku, m.a. söngvararnir HEK, Hermann Stefánsson, María Einarsdóttir og Hjalti Þorkelsson. Það er HEK sem syngur titillagið (hér að ofan).

bellstop_karma_cover
Bellstop – Landið mitt
Bellstop hefur nú gefið út plötuna sína Karma en lagið Trouble hefur hljómað víða sl. vikur og myndbandið við lagið hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlega góðar viðtökur.Bellstop samanstendur af tvíeykinu Elínu og Rúnari sem hafa spilað saman sl. 8 ár um víða veröld m.a í Asíu.Bellstop hefur einstakan “indie” stíl sem sameinar sérstaka raddbeitingu og hráan gítarhljóm í afar frumlegt og kröftugt þjóðlagarokk sem þau kalla Folk&Roll!  “Of Monsters and Men á reifi”, er skemmtileg samlíking, höfð eftir ónefndum útvarpsmanni. Karma iniheldur 12 frumsamin lög eftir Bellstop og er tekin upp hjá Halldóri Björnssyni í Studio Neptunus,  Hafnarfirði.
Við dreifingu Karma hefur verið bryddað uppá nýbreytni.   Í nokkrum eintökum, bæði rafrænum og órafrænum hefur verið komið fyrir óvæntum glaðningum frá Bellstop: póstkortum, veggspjöldum, handskrifuðum textum við lögin og síðast en ekki síst, acoustic tónleikum með Bellstop sem hinn heppni kaupandi fær í gegnum skype beint heim í stofu. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: