Best of Westfjords vol. 1

28 Jún

CCG5IeWICNAXCwRpkyWF_PMuBYFAqRXXYRCuh1PCMq4
Túristaleysi er gott ástand. Þótt gráhærðir germanir í anorökkum séu ekki beinlínis fyrir manni er alveg eins gott að þurfa ekki að bíða á eftir þeim í sjoppu. Skárra en álver samt, hugsanlega. Fyrir túristaleysi eru Westfirðir síðasta hálmstráið. Kjálkinn er minnst spjallaður af túrhestum. Ég tala nú ekki um Hornstrandir, þar sem maður rekst ekki á útlending nema hann sé einhverfur snillingur í leit að sjálfum sér.

Þegar maður kemur niður Steingrímsfjarðarheiði og ofan í Ísafjarðardjúp skellur á djúpstæð náttúruhamingja. Þá er maður kominn „heim“. Ég ætti auðvitað ekki að vera að auglýsa þetta hér, en ég treysti því að eintómir snillingar lesi þetta blogg og ekki eitthvað hjólahýsapakk.

3o0JduQ0eLySxCLz2KeFO4GYyxBV3w_ApJB6zUyrwrM
Áður hefur maður lagt leið sína um Hólmavík, þar sem Gunni Þórðar fæddist og á nú æskuheimili sitt í miðbænum. Það er nánast ekkert af viti matarkyns alla leið úr bænum og í Hólmavík svo möst er að stoppa annað hvort á Café Riis (og fá sér hval eða lunda – þótt mér skiljist að lambakjötið sé best) eða í Galdrasafninu (sem má auðvitað skoða líka) og fá sér fiskisúpu eða kúgað fat af kræklingi (2100 kr). Fínn réttur, kryddaður með hvítlauk og jurtum úr garðinum.

6HrrsD4VCKK5ilbX2FKZX4RZcIcHTFJTvKcewpCq9jE
Fátt er um leiðinleg dýr eins og hesta á Westfjörðum, en hins vegar séns að sjá haferni í fjörum. Jafnvel uglur. Á einum stað (á oddanum á milli Skötu- og Hestfjarðar) liggja svo alltaf selir í fjöru en á landi eru ókeypis sjónaukar til að líta á flykkin í nærmynd. Á Reykjanesi er svokölluð sundlaug, sem er í raun stærsti heiti pottur landsins (eða í heimi?). Alveg magnað að dýfa sér þarna ofan í fyrir aðeins 350 kr.

EgxprtyJrnye8rQhQ6lYYZYVT6r6mKhPYBLNRxMbEYA
Á Ísafirði er margt um fína drætti, en ef ég ætti að mæla með mesta mösti Westfjarða væri það all u can eat fiskiveisla í Tjöruhúsinu, besta veitingarhúsi í heimi (5.000 kr). Þar eru bornar fram pönnur með besta fiski sem þú hefur smakkað, en gellurnar toppa þó allt. Ætli ég  hafi ekki skellt í mig eins og þrjátíu gellum í fyrradag, en svo ömurlega vildi til að ég hafði bara pláss fyrir tvær ferðir á hlaðborðið. Á góðum degi næ ég fjórum, fimm.

2 svör til “Best of Westfjords vol. 1”

  1. Hjalti júní 28, 2013 kl. 10:57 f.h. #

    – Sammála þessu. Held að það heiti Hvítanes þar sem selirnir liggja. Og auk Tjöruhússins er líka hægt að fá besta thai mat á Íslandi á Ísafirði, á Thai-Khoon

    • denni júní 28, 2013 kl. 1:33 e.h. #

      farið í kótilettur í Húsinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: