Popplestur í sumarfríi

25 Jún

Retromania-Pop-Cultures-Addi
Retromania: Pop Culture’s Addiction to Its Own Past
eftir Bretann Simon Reynolds er þéttur hlunkur sem ég var loksins að klára eftir langt hark. Í bókinni er gríðarmikill fróðleikur umvafinn pælingum Simons um þróun poppsins og spurningin: „Afhverju er ekkert nýtt að gerast lengur“ borin fram og reynt við svarið.

Eins og augljóst má vera er þróun poppsins fólgin í stanslausu endurliti og endurnýtingu. Ekkert verður til af engu (nema kannski allt, skilst mér). Poppið er eins og einstaklingur. Í fiftís rokkinu og sixtís umbrotum var það barn og unglingur, en svo miðaldra og eiginlega gamalmenni í dag. Gamalmenni sem lítur yfir farinn veg og er alltaf að rifja eitthvað upp. Þessvegna eru allar nýjar hljómsveitir eins og eitthvað gamalt, nema kannski með örlitlum breytingum og breyttum áherslum. Spurningin er bara hvort gamalmennið drepst og eitthvað annað fæðist, eða hvort þetta gamalmenni verði til að eilífu. Því get ég ekki svarað, enda get ég ekki fengið tímavél til að hlusta á vinsælasta lagið á Íslandi árið 2100. Kannski verður það bara Vor í Vaglaskógi í grunge eða döbb-útgáfu?

Það er bara búið að gera svo margt að það er erfiðara að gera eitthvað nýtt. Striginn er ekki auður eins og þegar hægt var að sletta fram einfaldri snilld eins og Wild thing og You really got me og það hljómaði ferskt og spennandi.

Þetta er mjög skemmtileg bók og eflaust gæti ég borið hér á borð ýmsar gagnlegar pælingar úr henni ef ég væri ekki búinn að gleyma öllu.

indra
Næstu bók er ég kominn hálfur inn í, Beatles in Hamburg eftir Ian Inglis. Þarna er hinum ævintýralegu mótunarárum Bítlanna lýst af fagmennsku og ég er þegar búinn að læra eitthvað nýtt um bestu hljómsveit í heimi; m.a. það að When I’m sixty-four var eldgamalt lag (Paul samdi það 16 ára), sem bandið spilaði á píanó ef slitnaði strengur og slíkt. Þeir fengu hugmyndina að endurvekja lagið á Sgt. Peppers af því pabbi Pauls var nýorðinn 64 ára um það leiti. Einnig að John leit á Hamborgarárin sem bestu ár Bítlanna og reyndi að snúa aftur í þann fíling og svipaða músík þegar hann var kominn í sólóferilinn.

Svo á ég gommu af öðrum ólesnum poppbókum svo sumarfríinu er svo sannarlega reddað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: